Handaband – persónulegt og hlýlegt

Handaband handabönd heilsað persónulegt og hlýlegt heilsað hvernig á að heilsa kveðja hendur lófar kurteisi borðsiðir handshake etiquette
Handaband – persónulegt og hlýlegt

Handaband – persónulegt og hlýlegt

Talið er að það taki okkur aðeins nokkrar sekúndur að ákveða hvort okkur líkar við persónu sem við hittum í fyrsta skipti. Handaband getur sagt margt um persónuleika og hlýleika þess sem heilsar. Að taka í höndina á annari manneskju getur táknað meira en sjálfsagða kurteisi, ekki síst þegar um viðskipti er að ræða. Það getur sagt talsvert um traust, áreiðanleika, hreinskiptni og falsleysi.

Þegar við kynnum okkur tökum við í hönd viðkomandi, horfum í augun og segjum nafnið okkar: Ég heiti Ketill Áslákur.  Það er mun fallegra en segja fyrst: Ketill Áslákur heiti ég. Við og við heyrist: Ég er Ketill Áslákur – það er ekki falleg íslenska og ber að varast.

Stöndum upp og heilsumst með handabandi. Ef annar aðilinn situr þegar hann heilsar er svolítið eins og honum sé slétt sama og hafi lítinn áhuga á gestinum. 

Við tökum í höndina og horfumst í augu á sama tíma, helst með brosi sem nær til augnanna. Varist að hrista hönd þess sem þið heilsið of oft, tvisvar er fínt – ekki oftar en þrisvar. Við hristum ekki allan handlegginn, sérstaklega ekki á veikburða fólki.

Handabandið á að vera vingjarnlegt og mátulega þétt, ekki eins og maður hafi gripið í volga pastaskál eða lent í krumlunni á trölli.

Ef sá sem við heilsum er fitugur, rakur eða óhreinn á puttunum eða lófanum þá látum við ekki á neinu bera. Horfum ekki í lófann með svip. Við við förum afsíðist og þvoum okkur ef þar, annars þerrum við. 

Ein hönd er betri en tvær. Það er engin ástæða til að leggja vinstri höndina yfir þegar þú hefur tekið í höndina á annari manneskju eða á öxl viðkomandi. Vinstri höndin á þó að vera sýnileg og hvorki vera í vasanum né fyrir aftan bak. 

Flestir kjósa stutt handabönd. Að heilsa manneskju með handabandi tekur að hámarki 3 sekúndur en þær sekúndur eru afar mikilvægar og segja margt um okkur.

Faðmast

Það er meira í móð núna að faðmast en áður. Því fylgir bæði hlýja og kærleikur. Hafa verður í huga að sumum finnst svona lagað óþægilegt og við pössum að koma því fólki í óþægilega stöðu. Þumalputtareglan er að við föðmum ekki fólk við fyrstu kynni, þá notum við handaband. Ef við bjóðum fólki, sem við höfum ekki hitt áður, heim þá byrjum við ekki á því að faðma það og kyssa. Það getur hins vegar gerst þegar við kveðjum fólkið – ef vel hefur farið á með okkur og okkur langar til þess.

Að lokum: Það hefur víst oft komið fram og á eftir að koma fram um ókomna tíð: Æfingin skapar meistarann

Dæmi um miður fallegt handaband
Dæmi um miður fallegt handaband

Handaband – persónulegt og hlýlegt hvernig á að heilsa fallega
Dæmi um miður falleg handabönd.

— HANDABÖND —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.