Matarborgin Búdapest

 

Matarborgin Búdapest budapest Somlói galuska ungvarjaland Svanhvít þórarinsdóttir
Matarborgin Búdapest

Matarborgin Búdapest

Kannski kemur höfuðborg Ungverjalands ekki fyrst upp í hugann þegar hugsað er um mat og matarmenningu erlendis, EN hún kemur verulega á óvart, þar má fá fjölbreyttan og þjóðlegan mat frá öllum héruðum Ungverjalands. Alveg ótrúlega góður matur og þeir eru frægir fyrir margt fleira en ungverska gúllassúpu. Systur mínar, Árdís og Vilborg og ég, teiguðum ungverska vorið á dögunum með mömmu og nutum hverrar stundar.  Það var ánægjulegt að upplifa hversu stoltir Ungverjar eru af sínum mat, mjög víða voru ungverskir réttir á boðstólnum í bland við aðra.

BÚDAPESTUNGVERJALAND MATARBORGIR

.

New York Café  svanhvít jón vilborg árdís albert hulda steinsdóttir
Hulda, Albert, Árdís, Vilborg, Jón Bjarni og Svanhvít

New York Café er samkvæmt internetinu fallegasta kaffihús í heimi. Við fórum þangað og nutum í botn. Fegurð kaffihússins slær öllu við. Við fengum okkur Afternoon Tea og nutum með vinum okkar Svanhvíti og Jóni. Nokkrum sinnum komu tónlistarmenn fram og léku valsa og aðra viðeigandi tónlist – sjá MYNDBAND

Lángos er brauðhleifur, steiktur í olíu, oft framreiddur með sýrðum rjóma, hvítlauk og rifnum osti. Hann er til í ýmsum útgáfum
Novotel hótelið heimsferðir
Novotel

Novotel hótelið. Við fórum út á vegum Heimsferða og gistum á Novotel hótelinu í Búdapest. Morgunverðurinn þar var undir sterkum ungverskum áhrifum. Alla morgna var ungverskt þema í bland við nokkuð hefðbundinn morgunverð: vöfflur, nýpressaðir safar, ungversk gúllassúpa, Kürtőskalács og fleira. Ánægjulegt þegar stjórnendur hótela kynna þjóðlega rétti og annað matartengt fyrir gestum sínum á þennan hátt. 

Gæsalifrarpate foie gras ungverjar
Gæsalifrarpate

Gæsalifrarpate. Eitt af því sem Ungverjar eru hvað stoltastir af þegar kemur að mat er gæsalifrarpate Foie Gras. Í heiminum er framleiðsla á Foie gras næst mest í Ungverjalandi, á eftir Frakklandi.

Curry House indverskur matur
Curry House

Curry House. Að ósk mömmu var snæddur indverskur matur eitt kvöldið. Við völdum Curry house og óskuðum eftir að fá fjóra vinsælustu réttina á matseðlinum: Lamb, fisk, kjúkling og grænmeti. Með þessu voru hrísgrjón krydduð með indverskri kryddblöndu og Naan brauð. Það þarf ekkert að orðlengja allt bragðaðist þetta einstaklega vel.

Sir Lancelot Knights knights restaurant

Sir Lancelot Knights. Með aðstoð fasbókarinnar báðum við vini og kunningja að benda okkur á áhugaverða veitingastaði og kaffihús. Flestir nefndu Sir Lancelot Knights sem við því miður komumst ekki á en heyrðum af Íslendingum sem fóru og líkaði vel. Á staðnum er maturinn borinn fram á stórum fötum fyrir gesti að deila. Á Trip Advisor má lesa lof gesta. Einn segir að ekki sé hægt að yfirgefa Búdapest nema fara á þennan stað. Ýmis atriði eru til að skemmta gestum eins og gítarspil, fjölbreyttir dansar og margt fleira.

Hauer. Eitt af eldri kaffihúsum Búdapestar er Hauer,

Hauer. Eitt af eldri kaffihúsum Búdapestar er Hauer, rétt við hliðina á hótelinu okkar. Við fórum þangað og drukkum síðdegiskaffið. Klassískt virðulegt kaffihús með mjög góðu kaffimeðlæti.

Ungversk gúllassúpa.  Marianna Csillag gúllas súpa Ungversk gúllassúpa.  Marianna Csillag annar leiðsögumannanna okkar í Búdapest gaf okkur uppskrift að ekta gúllassúpu. Þær geta verið ólíkar eftir héruðum og eftir fjölskyldum. Mikilvægt er að paprikuduftið brenni ekki, ef það gerist kemur rammt bragð af súpunni. gulyásleves
Ungversk gúllassúpa

Ungversk gúllassúpa.  Marianna Csillag annar leiðsögumannanna okkar í Búdapest gaf okkur uppskrift að ekta gúllassúpu. Þær geta verið ólíkar eftir héruðum og eftir fjölskyldum. Mikilvægt er að paprikuduftið brenni ekki, ef það gerist kemur rammt bragð af súpunni.

Ungversk gúllassúpa (gulyásleves) fyrir 8-10.

Olía eða svínafeiti til steikingar (ungverjar nota helst svínafeiti)

2 laukar, smátt saxaðir

2-4 tsk paprikuduft

1-2 tsk Erös Pista eða Édes Anna (chili ef hitt er ekki til)

Gulyaskrém eftir smekk

1,4 kg ossobuco skankar

Vatn svo fljóti vel yfir

2 súpUteningar

1-2 tsk salt

5-7 kartöflur, afhýddar og skornar í bita

1 lítil sellerírót, skorin í bita

1/2 rauð paprika, söxuð

1 næpa

gulrætur skornar í bita.

Látið olíuna eða feitina í pott og brúnið laukinn í henni. takið pottinn síðan af hellunni og kælið svolítið. Stráið  paprikuduftinu, gulyáskrémi og Erös Pista. Skolið kjötið i í köldu vatni og skerið það í litla bita. Látið í pottinn ásamt beini. Hellið vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir kjötið. Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. eina klukkustund. Bætið þá súputeningunum og saltinu út í og meira af vatni. þá er gulrófum, kartöflum, sellerírót, næðu og papriku bætt út í oa allt látið sjóða í u.þ.b. 20-30 mín.

Somlói galuska er einn af frægari eftirréttum Ungverjalands
Somlói galuska

Somlói galuska er einn af frægari eftirréttum Ungverjalands. Til eru nokkrar útgáfur. Í grunnuppskriftinni er svampbotn mulinn gróft, rúsínum og rommi blandað saman við. Súkkulaðisósa yfir og þeyttur rjómi þar yfir. Saxaðar valhnetur eruð annað hvort settar með í skálina eða þeim stráð yfir.

Eðlilega eru minjagripaverslanir ólíkar eftir löndum. Í Búdapest mátti víða sjá þurrkað chili, chilimauk í ýmsu formi ásamt þurrkaðri papriku.

HÉR má sjá 32 vel þekkta ungverska rétti.

Búdapest

FLEIRI MATARBORGIR

BÚDAPESTUNGVERJALAND MATARBORGIR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.