Challah brauð
Það má segja að hver menningarsamfélag eigi sitt brauð, Baguette hjá Frökkum, Focaccia hjá Ítölum, Naan í Indlandi og Challah hjá gyðingum
Grunn Challahbrauð er fléttað gerbrauð með eggjum, ýmist fléttað með þremur til sex lengjum eða fleirum, og borið fram með salti. Challah er venjulega borðað af Gyðingum á hvíldardegi, sumum helgidögum og í sérstökum tilefnum eins og brúðkaupum. Challah getur til dæmis táknað ást eða framhald einhvers. Til eru ýmsar útgáfur af Challah brauði eins og sjá má HÉR.
— BRAUÐ — FRAKKLAND — ÍTALÍA — INDLAND —
.
Challah brauð
1 b volgt vatn
2 tsk ger
4 – 4 1/2 b hveiti
1/4 b sykur
2 tsk salt
2 egg
1 eggjarauða + eggjahvítahvíta til að pensla
1/4 b olía.
Blandið öllu saman (nema eggjahvítu) og látið deigið lyfta sér í um klst. Hnoðið, mótið þrjár lengjur (eða fleiri) og fléttið. Penslið með eggjahvítunni og látið lyfta sér í um klst. Bakið í um 20 mín við 190°C
— BRAUÐ — FRAKKLAND — ÍTALÍA — INDLAND —
.