Challah brauð

Challah brauð gyðingar gyðingabrauð gerbrauð shabbat bread fiðlarinn á þakinu ísafjörður litli leikklúbburinn ísafirði
Challah brauð sem Catherine Chambers  bakaði fyrir sýningu á Fiðlaranum á þakinu

Challah brauð

Það má segja að hver menningarsamfélag eigi sitt brauð, Baguette hjá Frökkum, Focaccia hjá Ítölum, Naan í Indlandi og Challah hjá gyðingum

Grunn Challahbrauð er fléttað gerbrauð með eggjum, ýmist fléttað með þremur til sex lengjum eða fleirum, og borið fram með salti. Challah er venjulega borðað af Gyðingum á hvíldardegi, sumum helgidögum og í sérstökum tilefnum eins og brúðkaupum. Challah getur til dæmis táknað ást eða framhald einhvers. Til eru ýmsar útgáfur af Challah brauði eins og sjá má HÉR.

BRAUÐFRAKKLANDÍTALÍAINDLAND

.

Challah brauð

1 b volgt vatn
2 tsk ger
4 – 4 1/2 b hveiti
1/4 b sykur
2 tsk salt
2 egg
1 eggjarauða + eggjahvítahvíta til að pensla
1/4 b olía.

Blandið öllu saman (nema eggjahvítu) og látið deigið lyfta sér í um klst. Hnoðið, mótið þrjár lengjur (eða fleiri) og fléttið. Penslið með eggjahvítunni og látið lyfta sér í um klst. Bakið í um 20 mín við 190°C

Fyrir hverja sýningu á Fiðlaranum á þakinu var bakað Challah brauð og notað í sýningunni
Challah brauð sem Catherine Chambers  bakaði fyrir sýningu á Fiðlaranum á þakinu. Ofan á brauðinu er valmúgafræ, svört sesamfræ, venjuleg sesamfræ, hvitlauksduft, laukduft og flögusalt.

BRAUÐFRAKKLANDÍTALÍAINDLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.