Pílates hjá Láru Stefánsdóttur

Pílates hjá Láru Stefánsdóttur. Í vetur fékk ég slæmt skessuskot og ekkert virkaði til að losna almennilega við það. Var búinn að prófa öll trixin mín sem hingað til hafa virkað en það var alltaf örlítill verkur. Næstum því á förnum vegi hitti ég Láru Stefánsdóttur dansara og pílateskennara og við tókum tal saman. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég farið til hennar í nokkur skipti og er endurnærður eftir Pílatestímana.

Lára er með einkatíma í Pilates og svo er hún að fara með hóp á vegum Heimsferða til Króatíu í lok sumars. Þar verða gerðar Pilatesæfingar og margt fleira. Sannkölluð lúxsus-, heilsu og dekurferð með Láru Stefáns.

Nánar hjá Láru í síma 899 4913 á larastef@simnet.is svo má líka skrifa henni á fasbókinni.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grammavogir

Jóninna Sigurðardóttir

Grammavogir. Þá mun margri matreiðlsukonunni þykja það tafsamara að allt er vegið og eða mælt í grömmum. En í fyrsta lagi er grammamálið nú lögleitt, og í öðru lagi er það sú nákvæmasta vog er mál sem til er.

Enskar scones/skonsur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Enskar scones/skonsur. Eins og glöggir áhorfendur Stöðvar tvö tóku eftir var Sindri í Heimsókn á dögunum. Honum var boðið uppá sýnishorn af ensku afternoon tei. Íslenskar skonsur og enskar scones er ekki alveg það sama. Veit ekki hvort er til gott íslenskt orð yfir scones.