Auglýsing
STÖÐVARFJÖRÐUR Rabarbara tiramisu Signý Pála Pálsdóttir kirkjuból stöðvarfirði
Rabarbara tiramisu

Rabarbara tiramisu

Um helgina var sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði sem kölluð er “Maður er manns gaman”, í öll skiptin sem hátíðin hefur verið haldin, hefur verið rabarbararéttakeppni  þar sem öllum er frjálst að senda inn rabarbararétt undir dulnefni.  Dómnefnd velur síðan þrjá vinningsrétti, einn fyrir besta bragðið, annan fyrir frumleika og þann þriðja fyrir fallegasta útlitið.  Í ár voru um eða yfir 10 þátttakendur og sendu nokkrir þeirra inn fleiri en einn rétt.  Þarna voru alls kyns brauð, kökur, múffur, eftirréttir, sósur, sultur og mauk og meira segja litað ullarband úr rabarbarablöðum og -hýði.  Öllum uppskriftum sem sendar hafa verið í keppnina frá upphafi hefur verið haldið til haga og er stefnt að því að ári að gefa þær út í einhverju formi.

STÖÐVARFJÖRÐURRABARBARI

.

Keppendur skila réttunum á Salthúsmarkaðinn, sem er handverksmarkaðurinn á staðnum og þar eru úrslit kynnt og gestir fá síðan á gæða sér á keppnisgögnunum.

Frænka mín 10 ára gömul sendi inn þennan rétt sem varð til í “tilraunaeldhúsinu” á Kirkjubóli á Stöðvarfirði kvöldið áður.  Þar voru reyndar framleiddir þrír aðrir réttir í keppnina en þessi réttur Signýjar Pálu var sá eini sem hlaut náð fyrir skilningarvitum dómnefndar 😉  Hann var verðlaunaður fyrir fegurð sem segir sig náttúrulega sjálft þegar maður horfir á myndina !  Hin myndin er af afar stoltum verðlaunahafanum með laun erfiðisins.

Hér er uppskriftin með orðum höfundar.

Rabarbara tiramisu

500 g rabarbari
250 g bláber
1 dl eplasafi
140 g sykur
2 ds. sýrður rjómi
250 g Mascarpone ostur
125 g Lady Fingers kexkökur, eða eins og þarf meðfram skálarbrúninni.
Hálfur Marengsbotn
Fræ úr einni vanillustöng
Kanill og vanillusykur.

Rabarbari skorinn í bita og soðinn í eplasafa og sykri í 4 mínútur.
Rabarbari veiddur upp úr með fiskispaða og vökvi soðinn í fljótandi sýróp.  Bláber og rabarbari settur útí.  Kælt.
Ostur, sýrður rjómi og fræjum úr vanillustöng.  Hrært vel saman.
Nú er bara að raða þessu í skál !
Sett í lögum í skál, ostur neðst, kökurnar látnar uppá rönd meðfram hliðunum á skálinni.
Síðan er röðin þessi:
1. Brotinn Marengs
2. Rabarbarablanda.
3. Ostur

Endað þegar skálin er full 🙂
Endað á osti og kanill og vanillusykur stráður yfir til skrauts

Gjöriði svo vel

Signý Pála, Kirkjubóli (10 ára)

SJÁ EINNIG:  STÖÐVARFJÖRÐUR —

Signý Pála Pálsdóttir
Auglýsing