Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi
Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.
— OSTASALAT — VEFJUR — STYKKISHÓLMUR — HANDVERK —
.
Ostasalat
1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós ananaskurl. (ekki nota safann)
Karrý eftir smekk.
Þessu er hrært saman og smakkað til. Eftirfarnadi er skorið í smá teninga og blandað saman við:
1 mexíkóostur
1 pepperoni ostur
1/3 blaðlaukur
1 rauð papríka
Vínber
Sett í kæli í lágmark klukkustund áður en borið fram.
Vefjur með tacco sósu
1 askja rjómaostur
2 krukkur taccosòsa
1/3 blaðlaukur smátt skorinn
1 1/2 msk kapers, saxaðar smátt
Einnig er gott að setja smátt skorna papriku með.
Blandið öllu saman, smyrjið á vefjur og rúllið upp. Þessi uppskrift er á ca 8 stórar vefjur. Setjið í kæli í u.þ.b. klukkustund, skerið í bita og berið fram.
— OSTASALAT — VEFJUR — STYKKISHÓLMUR — HANDVERK —
.