Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi stykkishólmur
Í kaffi hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.

OSTASALATVEFJURSTYKKISHÓLMURHANDVERK

.

Ostasalat lundinn handverkskonur í stykkishólmi hólmurinn stykkishólmur
Ostasalatið góða

Ostasalat

1 dós sýrður rjómi

1 lítil dós ananaskurl. (ekki nota safann)

Karrý eftir smekk.

Þessu er hrært saman og smakkað til. Eftirfarnadi er skorið í smá teninga og blandað saman við:

1 mexíkóostur

1 pepperoni ostur

1/3 blaðlaukur

1 rauð papríka

Vínber

Sett í kæli í lágmark klukkustund áður en borið fram.

Vefjur með tacco sósu
Vefjur með tacco sósu

Vefjur með tacco sósu

1 askja rjómaostur

2 krukkur taccosòsa

1/3 blaðlaukur smátt skorinn

1 1/2 msk kapers, saxaðar smátt

Einnig er gott að setja smátt skorna papriku með.
Blandið öllu saman, smyrjið á vefjur og rúllið upp. Þessi uppskrift er á ca 8 stórar vefjur. Setjið í kæli í u.þ.b. klukkustund, skerið í bita og berið fram.

Vefjur með tacco sósu
Vefjur með tacco sósu

Handverkskonur í Stykkishólmi

OSTASALATVEFJURSTYKKISHÓLMURHANDVERK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts

Beta Reynis næringarfræðingur og matardagbók Alberts. Um daginn fór ég á fund Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings og vildi athuga hvort ekki væri hægt að rýna í mataræðið. Ekki þannig að neitt sérstakt væri að hrjá mig, síður en svo, ég vildi frekar kortleggja stöðuna og sjá hvað Elísabet læsi út úr henni með það fyrir augum að gera betur og lifa betur og líða enn betur. Á fasbókinni koma við og við myndbönd fyrir og eftir heimsóknir til Betu. Fyrsta skrefið eftir okkar fyrsta hitting var að halda matardagbók. Eftir síðasta fund okkar þá hvatti Elísabet mig til að birta matardagbókina

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Draumur forsetans – Vigdísar forseta

Draumur forsetans

Draumur forsetans. Fljótlega upp úr aldamótum kom út í Noregi bókin Kjendisenes beste kaker eftir Guðrúnu Rúnarsdóttur.  Í bókinn má er m.a: Draumur forsetans, indæl kaka sem er borin fram volg með ís eða þeyttum rjóma. Frá Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands.

Krydd & Tehúsið í Þverholti

Krydd & Tehúsið Krydd & Tehúsið

Krydd & Tehúsið. Í Þverholtinu rétt fyrir ofan Hlemm er eina krydd og tehúsið á Íslandi. Það er ævintýralegt að koma til þeirra Ólafar og Omry og kryddilminn leggur út á götu - satt best að segja er alveg ótrúlegt útval í smekklegri og snyrtilegri búð. Omry kemur frá Ísrael og er hafsjór af fróðleik þegar kemur að kryddum, tei og öðru slíku.