Matarborgin London

Matarborgin London MATARBORG england lundúnir veitingahús kaffihús
Matarborgin London

Matarborgin London

Ólíkt því sem sunir halda er enskur matur mjög spennandi og góður. Sumir sjá fyrir sér nýrnapæ, blóðbúðing, steiktan fisk með grænum baunum, pönnusteiktar pylsur og bakaðar baunir og finnst lítið til koma. Matur í London er hvorki óspennandi né ólystugur. Langt í frá. Í höfuðborg Breska konungsdæmisins og kynntist ég fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð. Lundúnadagarnir voru meira og minna undirlagðir í mat og matarspjalli.

LONDONENGLAND MATARBORGIR

.

Zafar Uber leigubílstjórinn frá Pakistan

Zafar Uber leigubílstjórinn frá Pakistan vill hafa matinn sinn mjög sterkan. Hann og hans fjölskylda notar vel af grænu chilii og segir það mun hollara en annar sterkur pipar. Þegar ég sagði honum að ég væri ekkert sérstaklega mikið fyrir sterkan mat, vildi hafa hann frekar mildan, sagði hann mér að Pakistanar kalla slíkan mat sjúkrahússfæði. Þeim finnst slíkur matur bragðlaus og óspennandi.

Dody restaurant, eini súdanski veitingastaðurinn í London zudan sudan
Dody restaurant

Dody restaurant, eini súdanski veitingastaðurinn í London. Mohamed þjónaði til borðs og fræddi gesti um Súdan og hvað einkennir þeirra mat. Í forrétt var afar braggóð linsusúpa, nokkuð krydduð án þess þó að vera sterk. Það vakti sérstaka athygli mína að aðeins um fimmtungur af aðalréttinum var lambakjöt en mikið af grænmeti og franskar kartöflur. Með lambinu bar Mohamed fram sítrónubáta og sagði að kjötið bragðaðist enn betur með sítrónusafa. Ég er ekki frá því að það sé rétt. Á eftir var sætt mintute.

Pix Tapas bar notting hill london lundúnir
PIX TAPAS BARINN

Pix Tapas bar

Leiðsögukonan knáa sem sá um að segja okkur sögu Notting Hill hverfisins sagði að varla væri þverfóta um helgar fyrir ferðamönnum sem vildu skoða tökustaði kvikmyndarinnar frægu Notting Hill sem var tekin í London fyrir tæpum tuttugu árum. Hópurinn nam sataðar á Pix barnum sem aðallega býður upp á tapasrétti. Frekar lítill staður sem dæmigerður ferðamaður mundi ekkert endilega taka eftir, svolítið líkur öðrum enskum stöðum að utan. Fyrirkomulagið á Pis barnum er einfalt, gestir fara að hlaðborðinu taka smárétti, sumir erum ýmist með löngum trépinna í eða stuttum. Þegar gestir fara í lokin er greitt eftir fjölda trépinna og lengd þeirra. Þarna var hver rétturinn öðrum betri og gaman að prófa lítinn dæmigerðan enskan bar þar sem írskur þjónn gekk um beina af heilum hug.

Afternoon Tea á Palm Court, Langham í LondonFátt er enskara og eftirminnilegra en Afternoon Tea sem einnig eru nefnd Higth Tea. Sögu teboðanna má rekja til þess þegar Charles II kvæntist Catherine af Braganza í Portúgal. Þá var tedrykkja orðin almenn meðal hefðarfólks í Evrópu. Um 1830 þróuðust teboðin í það sem við þekkjum í dag. Talið er að Anna hertogaynja af Bedford hafi boðið í fyrsta Afternoon Tea-ið. Fljótlega breiddist siðurinn út meðal hefðarfólksins.
Afternoon Tea á Palm Court, Langham í London

Afternoon Tea á Palm Court, Langham í London

Fátt er enskara og eftirminnilegra en Afternoon Tea sem einnig eru nefnd Higth Tea. Sögu teboðanna má rekja til þess þegar Charles II kvæntist Catherine af Braganza í Portúgal. Þá var tedrykkja orðin almenn meðal hefðarfólks í Evrópu. Um 1830 þróuðust teboðin í það sem við þekkjum í dag. Talið er að Anna hertogaynja af Bedford hafi boðið í fyrsta Afternoon Tea-ið. Fljótlega breiddist siðurinn út meðal hefðarfólksins.

Það á við hér eins og víðar; til þess að allir geti verið afslappaðir í boðinu er betra að kunna út á hvað þetta gengur. Aldagömul hefð boðanna fylgir hvernig gestir bera sig að. Byrjað er á samlokunum neðst á bakkanum og er borðað upp diskinn ef svo má segja. Sumir segja að fyrst eigi að hella teinu í bollann og mjólkinni á eftir en um það eru skiptar skoðanir. Svo má ekki hræra í hringi með teskeiðinni, heldur fram og til baka án þess að snerta bollann. Þá þykir óæskilegt að slá skeiðinni í bollabrúnina þegar búið er að blanda saman í bollanum.
Umgjörðin á Palm Court er eftirminnileg, mjög hátt til lofts, píanóleikari spilaði eftir eyranu og þjónarnir voru með augu á hverjum einasta fingri. Boðin er ábót af samlokum og skonsum (e.scones). Það er alltaf gott að lesa umsagnir gesta áður en haldið er á veitingastaði og kaffihús, til þess eru nokkrar síður. Varla hafa sést aðrar eins umsagnir og skrifaðar eru um Afternoon Te-ið á Palm Court. Hið enska síðdegiste þeirra stóðst allar væntingar og gott betur.

Artisan du Chocolat, Westburne Grove 81
Artisan du Chocolat

Artisan du Chocolat, Westburne Grove 81

Súkkulaðibúðir er gaman að heimsækja. Það er nostrað við súkkulaðið bæði til að fá bragðið sem best og ekki síður til að útlitið sé sem best og seljist vel. Lítil afar fallega hönnuð búð stutt frá Portobello Road sem skorar hæst á notendasíðunni á netinu. Þarna er hugsað fyrst og fremst um að hitastigið fyrir súkkulaðið sé fullkomið, það var kannski aðeins of svalt til að sitja lengi og ylja sér á heitu súkkulaðinu. Þjónustulundaður afgreiðslumaður gekk til mín ákveðnum skrefum með disk fullan af súkkulaði til að gefa mér að bragða á.

Lo Spuntino.
Lo Spuntino

Lo Spuntino

Því miður stenst ekki allt það sem gestir lofa í hástert á þar til gerðum síðum internetsins. Við Hyde Park er lítið kaffihús sem fær fjölmargar stjörnur og mikið lof í ummælum gesta. Croissantið var bakað deginum áður, ef ekki tveimur dögum áður, og hitað í örbylgjuofni. Kaffið var svona lala. Hins vegar vakti það athygli að kaffibarþjónninn var afar röskur. Hann tók pantanir og afgreiddi af miklum krafti.

Portobello markaðurinn

Einn frægasti götumarkaður Lundúna er Portobello við samnefnda götu. Það er vel þess virði að dvelja þar lungað úr deginum. All stór hluti markaðarins fer undir mat og kennir þar ýmissa grasa.

Portobello markaðurinn. Einn frægasti götumarkaður Lundúna er Portobello við samnefnda götu. Það er vel þess virði að dvelja þar lungað úr deginum. All stór hluti markaðarins fer undir mat og kennir þar ýmissa grasa.
Portobello markaðurinn
Portobello markaðurinn. Einn frægasti götumarkaður Lundúna er Portobello við samnefnda götu. Það er vel þess virði að dvelja þar lungað úr deginum. All stór hluti markaðarins fer undir mat og kennir þar ýmissa grasa.
Portobello markaðurinn

LONDONENGLAND MATARBORGIR

— MATARBORGIN LONDON —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.