Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði

ÁSTA SNÆDÍS guðmundsdóttir vengi stöðvarfjörður brekkan Eplakaka frá Rósmarý
Albert og Ásta Snædís

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði er kona sem margir hafa matarást á og vel þess virði að koma við hjá henni. Á Brekkunni má fá fisk dagsins sem oftar en ekki er veiddur samdægurs. Einnig eru þær dömur með litla búð með nauðsynjavörum. Eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari.

Þegar ég borðaði á Brekkunni hjá Ástu var hún með pönnusteiktan steinbít sem rétt dagsins.

 

Eplakaka frá Rósmarý

Eplakaka frá Rósmarý. Eðlilega hef ég ekki tölu á öllum þeim eplakökum sem ég hef smakkað á en þessi er með þeim betri. Galdurinn er einfaldur, þær setja matskeið af möndludropum saman við degið.

Einmitt, passar í eitt pólskt form… Ætli þessa sé ekki tvö jólakökuform, held það 🙂
Eplakaka frá Rósmarý

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Að ýmsu er að hyggja þegar matarboð er undirbúið

Matarboð undirbúið. Að ýmsu er að hyggja áður en matargesti ber að garði. Það er augnayndi að sjá fallega lagt á borð og gott er að gefa sér góðan tíma í að undirbúa borðið, jafnvel daginn áður, skipuleggja og koma öllu haganlega fyrir. Eins og venjulega þarf að meta tilefnið og umfangið. Þegar mikið stendur til notum við spariborðbúnaðinn.

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum

Karrýsúpa - DSC01800

Karrýsúpa með eplum og hrísgrjónum. Matarást mín á eldabuskunum í vinnunni er alveg takmarkalaus. Núna var það Andrea sem eldaði karrýsúpu með eplum og hrísgrjónum. Mjöööög góð súpa, bragðmikil án þess þó að vera sterk. Ó hvað það er gaman að borða góðan mat - súpur eru sko líka matur :)