Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi stykkishólmur
Í kaffi hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Ostasalat og vefjur hjá handverkskonum í Stykkishólmi

Hópur harðduglegra kvenna hefur komið saman í tvo áratugi og útbúið handverk í Stykkishólmi. Afraksturinn selja þær í Gallerýi Lunda í bænum. Við Bergþór drukkum með þeim kaffi á dögumum og fengum í kaupbæti uppskriftir af ostasalati og þessum undurgóðu vefjum.

OSTASALATVEFJURSTYKKISHÓLMURHANDVERK

.

Ostasalat lundinn handverkskonur í stykkishólmi hólmurinn stykkishólmur
Ostasalatið góða

Ostasalat

1 dós sýrður rjómi

1 lítil dós ananaskurl. (ekki nota safann)

Karrý eftir smekk.

Þessu er hrært saman og smakkað til. Eftirfarnadi er skorið í smá teninga og blandað saman við:

1 mexíkóostur

1 pepperoni ostur

1/3 blaðlaukur

1 rauð papríka

Vínber

Sett í kæli í lágmark klukkustund áður en borið fram.

Vefjur með tacco sósu
Vefjur með tacco sósu

Vefjur með tacco sósu

1 askja rjómaostur

2 krukkur taccosòsa

1/3 blaðlaukur smátt skorinn

1 1/2 msk kapers, saxaðar smátt

Einnig er gott að setja smátt skorna papriku með.
Blandið öllu saman, smyrjið á vefjur og rúllið upp. Þessi uppskrift er á ca 8 stórar vefjur. Setjið í kæli í u.þ.b. klukkustund, skerið í bita og berið fram.

Vefjur með tacco sósu
Vefjur með tacco sósu

Handverkskonur í Stykkishólmi

OSTASALATVEFJURSTYKKISHÓLMURHANDVERK

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín

Lambahryggur með sítrónu og rósmarín. Hægeldun hentar lambakjöti alveg einstaklega vel. Ef þið hafið ekki nú þegar prófað slíka aðferð er tækifærið núna. Jólasteikin á okkar bæ er stundum hægeldaður lambahryggur. Ef ykkur blöskrar alveg magnið af sítrónu og lime í uppskriftinni má alveg minnka það. Þessa uppskrift er vel þess virði að prófa. Með er fínt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur

Café París í Austurstræti

Café París í Austurstræti. Nýlega var Café París í miðbæ Reykjavíkur tekið hressilega í gegn og endurskipulagt í einu og öllu. Hið nýja Café París er einkar vel heppnað, Parísarstemningin allsráðandi og mættu gömlu Íslendingastaðirnir í París, eins og Select og Café de Flore herma svolítið eftir. Allt er vandað og gerðarlegt, diskar merktir staðnum, hnífapör vegleg og þjónar bæði frjálslegir og þægilegir og fallega klæddir í hvítum skyrtum með stórar síðar brúnar svuntur. Staðsetningin er auðvitað ein sú besta á landinu og stéttin ein sú veðursælasta, enda fyllist hún við Austurvöll á augabragði, ef sést til sólar og þarf ekki alltaf sólskin til.