Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði

ÁSTA SNÆDÍS guðmundsdóttir vengi stöðvarfjörður brekkan Eplakaka frá Rósmarý
Albert og Ásta Snædís

Ásta Snædís á Brekkunni á Stöðvarfirði er kona sem margir hafa matarást á og vel þess virði að koma við hjá henni. Á Brekkunni má fá fisk dagsins sem oftar en ekki er veiddur samdægurs. Einnig eru þær dömur með litla búð með nauðsynjavörum. Eiginlega má segja að sjón sé sögu ríkari.

Þegar ég borðaði á Brekkunni hjá Ástu var hún með pönnusteiktan steinbít sem rétt dagsins.

 

Eplakaka frá Rósmarý

Eplakaka frá Rósmarý. Eðlilega hef ég ekki tölu á öllum þeim eplakökum sem ég hef smakkað á en þessi er með þeim betri. Galdurinn er einfaldur, þær setja matskeið af möndludropum saman við degið.

Einmitt, passar í eitt pólskt form… Ætli þessa sé ekki tvö jólakökuform, held það 🙂
Eplakaka frá Rósmarý

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatlasagna

 

Spínatlasagna. Spínat er bæði ríkt af andoxunarefnum og næringarefnum. Auk þess er það fitulaust. Í hugum flestra tengist múskat bakstri, en það er líka gott í annan mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af hvítlauk og nota gjarnan meira af honum en er í uppskriftum, þið metið sjálf hversu mikið af honum þið viljið hafa. Það er gott að setja hvítlauks- eða chiliolíu yfir þegar áður en formið er sett á borðið.

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum – úr bók frá 1942

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum. Margur lætur sér nægja fat eða fötu, sem er opin, en sjálfsagt er að hafa fötuna með loki. Oft kemur vond lykt úr fötunni. Má þá láta nokkrar bréfaræmur í hana og kveikja í þeim og loka henni. Síðan er fatan þvegin og þurrkuð

-Heimilisalmanak eftir Helgu Sigurðardóttur 1942

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum. Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni.... En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur Fleur de sel – súkkulaðibitakökur

Fleur de sel – súkkulaðibitakökur. Gleðigjafinn hugprúði Konráð Jónsson sigraði í árlegri smákökusamkeppni starfsfólks Opus lögmanna. Fjölmargar smákökur bárust, eins og stundum er getur verið erfitt að velja sigurvegara (vinningssmákökuna).  Nú eins og undanfarin ár fengum við Bergþór með okkur gestadómara sem var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. “Þessi  uppskrift er í grunninn af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en ég notaði sérstakt sjávarsalt, sem heitir Fleur de sel”