Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu

Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu fjóla spelt pitsa pizza
Sumarleg speltpitsa

Sumarleg speltpitsa

Ef eitthvað er þá er auðveldara að vinna með spelthveiti í pitsudeigi en venjulegt hveiti. Pitsa dagsins var sem sé úr spelti og svo var hnoðað upp í deigið með hvítu hveiti. Pitsusósa ofan á, sveppir og gul paprika og þar ofan á rifinn ostur. Þegar pitsan kom úr ofninum var stráð yfir saxaðri steinselju og þrenningarfjólum. Óskaplega sumarlegt og gott.

.

SUMAR… PITSAPITSUSÓSA

— SUMARLEG SPELTPITSA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Karrýtómatkjúklingur – Tómatkarrýkjúklingur

Karrýtómatkjúklingur - Tómatkarrýkjúklingur. Þessi kjúklingaréttur slær alltaf í gegn, þrátt fyrir að í honum sé þó nokkuð af karrýi er hann alls ekki sterkur. Stundum set ég meira af grænmeti en segir í uppskriftinni.

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....

Scones – enskar skonsur

Scones. Þeir sem hafa farið í High Tea þekkja Scones. því miður veit ég ekki hvort til er gott íslenskt nafn yfir þær - amk gengur ekki að tala um skonsur. Afternoon Tea / High Tea er aldagamall siður og fylgja ýmsar skráðar og óskráðar „reglur" sem fólk er beðið að virða og fara eftir. Ein er sú að ekki má skera scones í sundur með hnífi heldur á að snúa þær í sundur, síðan er hvor helmingurinn smurður og borðaður aðskilinn frá hinum (ekki búa til samloku).

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.