Auglýsing
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir stormur logi sósa með fiski fiskisósa FISKUR Í OFNI OFNBAKAÐUR FISKUR Albert matarboð Fáskrúðsfjörður prestur sóknarprestur jóna stína Kartöflumús úr sætum kartöflum sætkartöflumús
Jóna Kristín með Storm Loga í fanginu

Veisluboð hjá Jónu Kristínu

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir prestur á Fáskrúðsfirði er mikil sómakona og vandvirk í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er vinnutengt eða annað. Um daginn nefndi ég við hana hvort hún ætti ekki góðan fiskrétt fyrir bloggið, hún var nú til í það. Þegar ég kom á staðinn var búið að leggja fínt á borð og Jóna Kristín búin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Sérlegur aðstoðarmaður var dóttursonurinn Stormur Logi.

JÓNA KRISTÍNFÁSKRÚÐSFJÖRÐURSILUNGURFISKUR Í OFNISÆTAR KARTÖFLURÍSLENSKTVEISLA

Auglýsing

.

Reyktur silungur á amerískum pönnukökum
Reyktur silungur á amerískum pönnukökum

Reyktur silungur á amerískum pönnukökum

Einföld uppskrift af amerískum lummum: 1 b hveiti, 1 b mjólk, 1 egg, 1 msk. sykur, 1 tsk. lyftiduft, ½ tsk. matarsódi, 1-2 msk. olía. Blandið öllu hráefninu saman og steikið lummur á pönnu. Látið kólna.

Sósan með reyktum silungi

sýrður rjómi, smá sletta af góðu hlynsýrópi, ½ tsk karrý, ½ tsk. túrmerík, smá hvítlauksolía, vænn stilkur steinselja og graslaukur saxað smátt og öllu blandað saman

Sumarlegur ofnbakaður fiskur
Sumarlegur ofnbakaður fiskur

Sumarlegur ofnbakaður fiskur

Raðið fiskflökum í eldfast form. Ekki verra að það séu þorskhnakkar, jafnvel léttsaltaðir. Kryddið aðeins yfir fiskinn með salti og pipar. Skerið smátt niður rauða og gula papriku, mýkjið í potti með vænni sneið af smjöri og skvettu af góðri hvítlauksolíu. Kryddið og smakkið til með salti, sítrónupipar og Herbamare-kryddi. Hellið yfir fiskinn og bakið við 170°C í um 15 mín.(fer eftir þykkt fisksins).

Kartöflumús úr sætum kartöflum
Kartöflumús úr sætum kartöflum

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Bakið þrjár sætar við 180°C í ca.1 og 1/2 tíma. Skerið þær í tvennt og skafið innan úr. Bætið við ca.150-200 gr af rjómaosti og vænni klípu af smjöri sett út í og hrært vel saman

Veisluborð Jónu Kristínar

Sósa með fiskinum

1 laukur, graslaukur saxaður og látið mýkjast í smjöri, salt, pipar og grænmetisteningur settur saman við ásamt slettu af matarrjóma. Rifnir niður ½ hvítlauks, villisveppa- og piparostar og bætt út í pottinn og restin af rjómanum (½ líter), osturinn bræddur í rjómanum við vægan hita og hrært vel. Bragðbætt með 5 dropum af tabasco og matskeið sojasósu, smakkað til með salti og pipari.

Skyreftirréttur Jónu Kristínar
Skyreftirréttur Jónu Kristínar

Skyreftirréttur Jónu Kristínar

½ líter þeyttur rjómi, örlítið bragðbættur með Dooleys

1 ds vanilluskyr að viðbættum fræjum úr einni vanillustöng, þessu blandað varlega saman (rjóma og skyri)

1 b súkkulaðirúsínur

1 b salthnetur

1 b Krónu orkublanda, sett í blandara.

Makkarónukökur muldar í botn á skál, 2-3 msk af Dooleys hellt yfir, þá er mixinu úr blandaranum dreift vel yfir. Svo gott lag af skyrrjómanum. Síðan er þetta endurtekið: Muldar makkarónukökur, Dooleys, mixið og aftur skyrrjóminn. Efst er svolítið af mixinu sáldrað yfir og svo skreytt með berjum. Gott að láta þennan rétt bíða nokkra tíma í kæli áður en hann er borinn fram.

.

JÓNA KRISTÍNFÁSKRÚÐSFJÖRÐURSILUNGURFISKUR Í OFNISÆTAR KARTÖFLURÍSLENSKTVEISLA

— VEISLUBOÐ JÓNU KRISTÍNAR —

.