Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu

Sumarleg speltpitsa með þrenningarfjólu fjóla spelt pitsa pizza
Sumarleg speltpitsa

Sumarleg speltpitsa

Ef eitthvað er þá er auðveldara að vinna með spelthveiti í pitsudeigi en venjulegt hveiti. Pitsa dagsins var sem sé úr spelti og svo var hnoðað upp í deigið með hvítu hveiti. Pitsusósa ofan á, sveppir og gul paprika og þar ofan á rifinn ostur. Þegar pitsan kom úr ofninum var stráð yfir saxaðri steinselju og þrenningarfjólum. Óskaplega sumarlegt og gott.

.

SUMAR… PITSAPITSUSÓSA

— SUMARLEG SPELTPITSA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís. Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.

Sítrónusmjör – Lemon Curd

Heimagert sítrónusmjör er unaðslegt. Oftast nota ég það með ostum og kexi. En ætli megi ekki segja að sítrónusmjörið sé margnota í matargerðinni. Með aðstoð Google má finna fjölmarga möguleika

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave