Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

BLAÐ franskra daga blöð franskra daga Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði Franskir dagar, bjarki þór óskarsson Fáskrúðsfjörður, Blað Franskra daga, tímarit, Albert Eiríksson ritstjóri blöð franskra daga bæjarhátíð elsta bæjarhátíð íslenskt ísland frakkland
Forsíður blaðs Franskra daga

Tímarit Franskra daga

Bæjarhátíðir á landsbyggðinni eru frábærar samkundur. Bæjarbúar leggjast á árar og taka til, mála og fegra áður en gestum, sem að stærstum hluta eru brottfluttir, er boðið í bæinn. Á Fáskrúðsfirði er ein elsta hátíðin: Franskir dagar. Mesta vinnan við bæjarhátíðir í minni bæjum er unnin í sjálfboðavinnu, fólk leggur á sig ómælda vinnu og hefur gaman af.

Frá 2008 – 2016 ritstýrði ég blaði Franskra daga.  Það var gefandi að taka þátt í að skrá söguna með þessu móti. Í hverju blaði var viðtal við eldri Fáskrúðsfirðinga sem rifjuðu upp fjölmargt áhugavert og vörpuðu þannig ljósi á söguna. Svo voru auðvitað uppskriftir, saumaklúbbar heimsóttir og ýmiskonar fróðleikur. Eitthvað af þessum uppskriftum hafa birst hér á blogginu.

Blöðin má öll nálgast á Tímarit.is. Einnig má smella á hvert ár hér að neðan og þá birtast blöðin:

2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016

— FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBLÖÐ FRANSKRA DAGAFRANSKIR DAGAR

Oft er ég spurður hvar sé hægt að nálgast blöðin, þið megið gjarnan deila slóðinni til Fáskrúðsfirðinga hvar sem þeir eru í heiminum 🙂

🇮🇸 🇫🇷

— TÍMARIT FRANSKRA DAGA —

🇮🇸 🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marenering á grillkjöti

Marenering á grillkjöti. Á dögunum var manndómsvígsla að hætti Ásatrúarmanna í fjölskyldunni. Að henni lokinni var boðið í hlöðugrill. Höskuldur úrbeinaði nokkra lambsskrokka og marineraði af mikilli kúnst og grillaði í holu. Kjötið í var afar bragðgott og meyrt. Það er mikill vandi að grilla kjöt svo gott verði og jafn mikill vandi að holugrilla.

Hverfisgata – veitingahúasagatan í Reykjavík

Hverfisgata - veitingahúasagatan í Reykjavík. Það er ævintýralegt að fylgjast með uppbyggingu Hverfisgötunnar í Reykjavík, við búum í grenndinni og höfum fylgst með Hverfisgötunni breytast úr óspennandi og drungalegri götu yfir í nútímalegt stræti með iðandi mannlíf og fjölmarga veitingastaði og kaffihús. Uppbyggingunni er langt frá því lokið en matarilminn leggur um alla götuna og við hana er eina veitingahús landsins sem státar af Michelin stjörnu, Dill.

Á dögunum gekk ég Hverfisgötuna og myndaði þau veitinga- og kaffihús sem eru við götuna. Við höfum skrifað um þrjú veitingahúsanna, Mat BarGeira Smart og Essensiu og vorum alsælir með þau öll.