Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði

BLAÐ franskra daga blöð franskra daga Tímarit Franskra daga – Franskir dagar á Fáskrúðsfirði Franskir dagar, bjarki þór óskarsson Fáskrúðsfjörður, Blað Franskra daga, tímarit, Albert Eiríksson ritstjóri blöð franskra daga bæjarhátíð elsta bæjarhátíð íslenskt ísland frakkland
Forsíður blaðs Franskra daga

Tímarit Franskra daga

Bæjarhátíðir á landsbyggðinni eru frábærar samkundur. Bæjarbúar leggjast á árar og taka til, mála og fegra áður en gestum, sem að stærstum hluta eru brottfluttir, er boðið í bæinn. Á Fáskrúðsfirði er ein elsta hátíðin: Franskir dagar. Mesta vinnan við bæjarhátíðir í minni bæjum er unnin í sjálfboðavinnu, fólk leggur á sig ómælda vinnu og hefur gaman af.

Frá 2008 – 2016 ritstýrði ég blaði Franskra daga.  Það var gefandi að taka þátt í að skrá söguna með þessu móti. Í hverju blaði var viðtal við eldri Fáskrúðsfirðinga sem rifjuðu upp fjölmargt áhugavert og vörpuðu þannig ljósi á söguna. Svo voru auðvitað uppskriftir, saumaklúbbar heimsóttir og ýmiskonar fróðleikur. Eitthvað af þessum uppskriftum hafa birst hér á blogginu.

Blöðin má öll nálgast á Tímarit.is. Einnig má smella á hvert ár hér að neðan og þá birtast blöðin:

2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016

— FÁSKRÚÐSFJÖRÐURBLÖÐ FRANSKRA DAGAFRANSKIR DAGAR

Oft er ég spurður hvar sé hægt að nálgast blöðin, þið megið gjarnan deila slóðinni til Fáskrúðsfirðinga hvar sem þeir eru í heiminum 🙂

🇮🇸 🇫🇷

— TÍMARIT FRANSKRA DAGA —

🇮🇸 🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu. Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.

Snyrtimennskufyrirlestur

Snyrtimennskufyrirlestur. Fékk þá ögrandi áskorun að tala um snyrtimennsku við Round Table pilta. Farið var mjög vítt um snyrtimennsku auk þess spjallað um kurteisi, borðsiði, mannasiði og fleira. Þó snyrtimennska sé mun meiri en var á árum áður, þá er eitt og annað sem þarf að ræða reglulega og ýmislegt breytist með árunum. Eðlilega vakna ýmsar spurningar hjá jafn líflegum hópi: Finnst okkur í lagi að Þjóðverjar snýti sér við matarborðið? Hversu lengi á handaband að standa? Eiga karlmenn að fara í hand- og fótsnyrtingu? Er í lagi að bora í nefið í bílnum? Kyssum við á kynnina við fyrstu kynni? Svo var talað um skóburstun, andremmu, óhreina sokka, hálstau, fatnað, táfýlu, aðferðir til að bæta hjónalífið og líkamshár svo eitthvað sé nefnt. Einstaklega líflegur hópur og líflegar umræður.

Flatbrauð/flatkökur

Flatbrauð. Reglulega hringi ég í móður mína til að fá hjá henni uppskriftir og ráðleggingar um eitt og annað er við kemur bakstri og fleiru. Nú var komið að því  að bretta upp ermar og steikja flatbrauð í fyrsta skipti..... Mamma veitti góð ráð eins og oft áður. Fyrir langa löngu heyrði ég gamla frænku mína segja að galdurinn við flatbrauðsdeigið væri að nota sjóðandi vatn saman við mjölið. Annars mun það hafa þekkst í gamla daga að konurnar báru feiti á hendurnar á sér áður en þær hófu að hnoða deigið. En við í nútímanum veljum góða matarolíu í deigið.