Tímarit Franskra daga
Bæjarhátíðir á landsbyggðinni eru frábærar samkundur. Bæjarbúar leggjast á árar og taka til, mála og fegra áður en gestum, sem að stærstum hluta eru brottfluttir, er boðið í bæinn. Á Fáskrúðsfirði er ein elsta hátíðin: Franskir dagar. Mesta vinnan við bæjarhátíðir í minni bæjum er unnin í sjálfboðavinnu, fólk leggur á sig ómælda vinnu og hefur gaman af.
Frá 2008 – 2016 ritstýrði ég blaði Franskra daga. Það var gefandi að taka þátt í að skrá söguna með þessu móti. Í hverju blaði var viðtal við eldri Fáskrúðsfirðinga sem rifjuðu upp fjölmargt áhugavert og vörpuðu þannig ljósi á söguna. Svo voru auðvitað uppskriftir, saumaklúbbar heimsóttir og ýmiskonar fróðleikur. Eitthvað af þessum uppskriftum hafa birst hér á blogginu.
Blöðin má öll nálgast á Tímarit.is. Einnig má smella á hvert ár hér að neðan og þá birtast blöðin:
2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016.
— FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — BLÖÐ FRANSKRA DAGA — FRANSKIR DAGAR —
Oft er ég spurður hvar sé hægt að nálgast blöðin, þið megið gjarnan deila slóðinni til Fáskrúðsfirðinga hvar sem þeir eru í heiminum 🙂
🇮🇸 🇫🇷
🇮🇸 🇫🇷