Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi djúpivogur geitur lindarbrekka geit ester sigurðardóttir kaffihús berufjörður hamarsfjörður
Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi

Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Súpur dagsins eru í hitapottum og fær hver sér eins og hann getur í sig látið. Bæði blómkálssúpan og gúllassúpan voru bragðmiklar og saðsamar. Með kaffinu fengum við okkur perutertu, marengstertu og tertu með karamellukremi.

DJÚPIVOGUR

.

Í öðrum enda Löngubúðar er kaffihúsið og í hinum endanum er safn um Ríkharð Jónsson myndhöggvara (sem fæddist á Fáskrúðsfirði en ólst upp í Hamarsfirði) mjög áhugavert er að skoða.

Ester Sigurðardóttir sér um reksturinn á Löngubúð

Á leið okkar til Djúpavog mættum við hópi af geitum við bæinn Lindarbrekku

DJÚPIVOGUR

— LANGABÚÐ Á DJÚPAVOGI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vatnsskortur – drekkum vatn

VATNSSKORTUR. Það er víst aldrei of oft hvatt til vatnsdrykkju, þurrkur í líkamanum getur t.d. komið fram sem höfuðverkur. Hér er grein á síðunni htveir.is, um áhrif vatnsskorts.

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.