Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi djúpivogur geitur lindarbrekka geit ester sigurðardóttir kaffihús berufjörður hamarsfjörður
Langabúð á Djúpavogi

Langabúð á Djúpavogi

Þegar okkur bar að garði í Löngubúð á Djúpavogi var þar fullt út úr dyrum af ferðamönnum sem streymdu inn svangir og fóru út alsælir eftir góðar og matarmiklar súpur. Það var ánægjulegt að sjá hve vel afgreiðslan gekk fyrir sig, sama og engin bið og fólk sem pantaði sér kaffi og með því fékk hvort tveggja strax við afgreiðsluborðið. Ester vert í Löngbúð tók á móti okkur sagði frá starfseminni, umhverfinu og staðnum.

Súpur dagsins eru í hitapottum og fær hver sér eins og hann getur í sig látið. Bæði blómkálssúpan og gúllassúpan voru bragðmiklar og saðsamar. Með kaffinu fengum við okkur perutertu, marengstertu og tertu með karamellukremi.

DJÚPIVOGUR

.

Í öðrum enda Löngubúðar er kaffihúsið og í hinum endanum er safn um Ríkharð Jónsson myndhöggvara (sem fæddist á Fáskrúðsfirði en ólst upp í Hamarsfirði) mjög áhugavert er að skoða.

Ester Sigurðardóttir sér um reksturinn á Löngubúð

Á leið okkar til Djúpavog mættum við hópi af geitum við bæinn Lindarbrekku

DJÚPIVOGUR

— LANGABÚÐ Á DJÚPAVOGI —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.