Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta - bláberjakaka brosandi góð hollusta Margrét Þórhildur Eggertsdóttir, Guðrún Sturludóttir og Friðrika Hanna Björnsdóttir. þorgrímsstaðir bláber terta kaka hráterta hrákaka
Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina #lesistmeðþartilgerðumgleraugum.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTURBREIÐDALUR

.

Eldhressar stúlkur. Margrét Þórhildur Eggertsdóttir, Guðrún Sturludóttir og Friðrika Hanna Björnsdóttir

BláberjatertAN. Ólýsanleg terta. Ólýsanlega góð. Ólýsanlegt bragð nema smá bláberja. Gjörsamlega ólýsanlegt en ef við ættum að lýsa henni þá myndum við segja: Ansi hugguleg, keimur af kókos sem kemur frá kókosolíunni og kókosmjölinu, fersk bláber, mátulega sæt og grófmalaðar möndlurnar gera gæfumuninn fyrir áferðina. Smá rjómi með og þú ert kominn í ólýsanlega gott ástand. Albert hefur slegið öll met hér. Albert er glæpsamlega ólýsanlegur. 13/10. Tak for os.

„Ein besta hrákaka sem ég hef smakkað.” -New York Times

„Ef þessi kaka væri manneskja þá væri hún Rúrik Gíslason” -Men’s Health

„Une victoire pour le monde de gâteaux crus !” -Le Monde

„Þessi fer á blossandi ferð upp metsölulistann […] blossandi bjáberjaterta!” -Barnes & Noble

Einn er hver einn, kveðja Margrét Þórhildur Eggertsdóttir, Guðrún Sturludóttir og Friðrika Hanna Björnsdóttir.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTUR

Bláberjaterta

Bláberjaterta – brosandi góð hollusta

Botn:

150 g ferskar döðlur (ca 1/2 bolli)
130 g möndlur (ca 1 bolli)
2-3 msk hunang
1/2 tsk salt

Fylling:

1 1/2 dl kókosmjöl
1 1/2 dl kasjúhnetur
2 -3 dl fersk bláber
1-2 msk hunang
2-3 msk fljótandi kókosolía
2 tsk sítrónusafi

Botn: Malið möndlur í matvinnsluvél, bætið döðlum og hunangi saman við. Setjið smelluform hring á kökudisk og þrýstið deiginu í formið. Kælið.

Fylling: Maukið allt saman í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í formið og kælið í nokkra klukkutíma. Rennið hníf meðfram smelluformshringnum og takið hann af. Skreytið með bláberjum og kókosmjöli.

Bláberjaterta

.

— HRÁTERTUR — BLÁBERTERTURBREIÐDALUR

— BLÁBERJATERTA – BROSANDI HOLLUSTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gerlaust brauð með fjallagrösum

Gerlaust brauð með fjallagrösum. Fjallagrös eru holl og góð, þau verða ekki römm í brauðinu eins og þau verða í fjallagrasasúpu. Nú ef þið eigið ekki fjallagrös sleppið þeim þá bara og bakið brauðið án þeirra.

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður

Ítalskt ævintýri á Apótekinu með innblæstri af íslensku landslagi, ljúffengur og frumlegur málsverður. Apótekið hefur alltaf verið einn af mínum uppáhaldsveitingastöðum, fyrsta flokks matur, þjónusta, staðsetning og ekki síst yndislegur viðarkolailmurinn af og til úr eldhúsinu, og úr verður andrúmsloft þar sem manni líður vel og vill helst dvelja lengi. Það var því spennandi að vita hvort ítalska ævintýrið stæði undir væntingum.

Kaffi Vöðlakot í Flóa

Vöðlakot

Kaffi Vöðlakot. Í Flóanum, rétt fyrir sunnan Selfoss, rekur Eyjólfur Eyjólfsson kaffihúsið Vöðlakot við hliðina á Íslenska bænum. Þarna er afar notaleg heimilisleg stemning í gömlu upperðu húsi. Eftir að hafa gert kaffimeðlætinu góð skil, sagði Eyjólfur okkur sögu staðarins og spilaði fyrir okkur á langspil. Þjóðlegra verður það nú varla. Endileg komið við í Vöðlakoti og njótið, aðeins fimm mínútna akstur frá Selfossi.

Berjahrat má nýta t.d. í múslí og í bakstur

Berjahrat má nýta. Ef þið pressið safann úr berjum, sama hvaða nöfnum þau nefnast, er ástæðulaust að henda hratinu. Hratið má nýta í bakstur, td. hrökkbrauð. Við tíndum sólber um daginn sem enduðu í sultu. Fyrst var soðið upp berjunum og þau fóru síðan í gegnum safapressuna og loks var hratið þurrkað og mulið í matvinnsluvél. Þurrkaða, malaða hratið endaði svo saman við múslíið.