Bláberjaterta – brosandi góð hollusta
Sumarvinnan mín í ár er að elda á hóteli í Breiðdal. Aðstoðarstúlkurnar, sem ég kalla oftast gengilbeinur, fengu áskorun: Að semja texta við þessa tertu sem öllum þótti einstaklega góð. Myndin hér að neðan var tekin þegar þær í mikilli gleðivímu, sömdu textann og flissuðu heil ósköp á meðan. Texti þeirra er svo fyrir neðan myndina #lesistmeðþartilgerðumgleraugum.
— HRÁTERTUR — BLÁBER — TERTUR — BREIÐDALUR —
.
BláberjatertAN. Ólýsanleg terta. Ólýsanlega góð. Ólýsanlegt bragð nema smá bláberja. Gjörsamlega ólýsanlegt en ef við ættum að lýsa henni þá myndum við segja: Ansi hugguleg, keimur af kókos sem kemur frá kókosolíunni og kókosmjölinu, fersk bláber, mátulega sæt og grófmalaðar möndlurnar gera gæfumuninn fyrir áferðina. Smá rjómi með og þú ert kominn í ólýsanlega gott ástand. Albert hefur slegið öll met hér. Albert er glæpsamlega ólýsanlegur. 13/10. Tak for os.
„Ein besta hrákaka sem ég hef smakkað.” -New York Times
„Ef þessi kaka væri manneskja þá væri hún Rúrik Gíslason” -Men’s Health
„Une victoire pour le monde de gâteaux crus !” -Le Monde
„Þessi fer á blossandi ferð upp metsölulistann […] blossandi bjáberjaterta!” -Barnes & Noble
Einn er hver einn, kveðja Margrét Þórhildur Eggertsdóttir, Guðrún Sturludóttir og Friðrika Hanna Björnsdóttir.
— HRÁTERTUR — BLÁBER — TERTUR —
Bláberjaterta – brosandi góð hollusta
Botn:
150 g ferskar döðlur (ca 1/2 bolli)
130 g möndlur (ca 1 bolli)
2-3 msk hunang
1/2 tsk salt
Fylling:
1 1/2 dl kókosmjöl
1 1/2 dl kasjúhnetur
2 -3 dl fersk bláber
1-2 msk hunang
2-3 msk fljótandi kókosolía
2 tsk sítrónusafi
Botn: Malið möndlur í matvinnsluvél, bætið döðlum og hunangi saman við. Setjið smelluform hring á kökudisk og þrýstið deiginu í formið. Kælið.
Fylling: Maukið allt saman í matvinnsluvél. Hellið blöndunni í formið og kælið í nokkra klukkutíma. Rennið hníf meðfram smelluformshringnum og takið hann af. Skreytið með bláberjum og kókosmjöli.
.
— HRÁTERTUR — BLÁBER — TERTUR — BREIÐDALUR —
— BLÁBERJATERTA – BROSANDI HOLLUSTA —
.