Auglýsing
Rice Krispies bananakaka frá Hrafnhildur ágústsdóttir Gnúpverjahreppur kvenfélag
Rice Krispies bananakaka frá Hrafnhildi

Rice Krispies bananakaka frá Hrafnhildi

Ein af kvenfélagskonunum í Gnúpverjahreppi sem komu með kaffimeðlætið góða var Hrafnhildur Ágústsdóttir. Rice Krispies kökur eiga alltaf við og eru borðaðar upp til agna.

RICE KRISPIESKVENFÉLÖGKAFFIVEISLUR

.

Rice Krispies bananakaka frá Hrafnhildi

botn

100 g konsúm súkkulaði

100 gr Pipp með karmellufyllingu

100 gr smjör

4 msk síróp

4 bollar Rice Krispies

Setjið allt saman í pott og hitið þar til súkkulaðið er bráðnað. Setjið í skál ásamt 4 bollum af rice crispies, blandið saman og setjið á kökudisk. Gott að kæla í ísskáp eða frysti áður en rjóminn er settur ofan á.
1 peli rjómi. Þeytið rjómann, Setjið ofan á rice crispies botninn. Kælið.
1-2 bananar, skerið banana niður í skífur og setjið ofaná rjómann.

Karmella
20-25 rauðar Töggur eða rauðu Góu karamellurnar
1/2 dl rjómi

Bræðið karamellurnar með rjómanum í potti, kælið niður. Setjið svo á rjómann.

.

RICE KRISPIESKVENFÉLÖGKAFFIVEISLUR

— RICE KRISPIES BANANATERTA —

.

Auglýsing