Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi

Rabarbara- og engiferdrykkur - sumarlegur og svalandi rabarbari rabbabari engifer sumardrykkur sumarlegur drykkur svalandi
Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi

Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi.

Það er hressandi á björtum sumardögum að fá sér svalandi rabarbaradrykk. Það er upplagt að setja drykkinn á flöskur og frysta til að nota í vetur. Rabarbaradrykkinn má þynna með vatni eða með sódavatni. Látum ekki rabarbarann fara til spillis útbúum úr honum drykk eða bökum úr honum.

RABARBARIENGIFERDRYKKIR

.

Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi

Rabarbara- og engiferdrykkur – sumarlegur og svalandi

2-2,5 kg rabarbari

4 l vatn

2 b sykur

1 1/2 b gróft saxað engifer (eða í sneiðum)

safi úr 1 sítrónu

1/2 tsk salt

1 b sólberjasaft (eða rúmlega það)

Setjið vatn, sykur, engifer, sítrónusafa, salt og sólberjasafa í pott og sjóðið í um 10 mín. Skerið rabarbarann í grófa bita og bætið saman við. Látið sjóða í um 5 mín. Slökkvið undir og látið kólna í pottinum. Sigtið safann frá og setjið á flöskur. Kælið. Drykkinn þarf að þynna, annað hvort með vatni eða sódavatni.

Rabarbari, engifer og sítróna
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spínatsalat með jarðarberjum

Spínatsalat með jarðarberjum. Það má vel hafa sumarleg salöt á öðrum tímum en yfir hásumarið. Nú fæst ferskt gott grænmeti allt árið og æskilegt að fólk borði meira af því. Ef það verður afgangur af salatinu má taka pastað úr og nota restina í bústið.

Rabarbarinn er nauðsynlegur – Heimilisblaðið 1939

RabarbariNú, þegar sveskjur, rúsínur og aðrir þurrkaðir ávextir eru ófáanlegir er rabarbarinn mjög nauðsynlegur. Það má geyma rabarbara á margan hátt, t.d. búa til úr honum sultutau eða saft, eins má geyma hann í vatni og búa svo til úr honum smám saman yfir veturinn grauta o. fl.                    -Heimilisblaðið 1939