Quiche Lorraine – franska góða bakan

Quiche Lorraine, baka, frönsk baka, egg, beikon, Templarinn, Fáskrúðsfjörður, Quiche Lorraine - franska góða bakan Frakkland franskur matur góð baka beikon bökudeig smjördeig skInka egg ostur bökudeig þorgrímsstaðir
Quiche Lorraine – franska góða bakan sem á alltaf vel við.

QUICHE LORRAINE

Bergþór kom austur og bakaði skínandi böku, sem gerði gríðarlega lukku. Hann samþykkti að deila uppskriftinni með lesendum alberteldar, ef hann fengi Nutella-pizzu í eftirrétt.
„Þessa böku gerði hin franska „móðir“ mín þegar ég var skiptinemi í Frakklandi. Eiginlega hafði ég allt mitt vit úr henni árin eftir að ég kom heim, en þá þótti allt sem hún hafði reitt fram frekar framandi hér á landi, en jafnframt einstaklega ljúffengt. Ýmsar bökur (tartes) voru þar fremstar í flokki.”

FRAKKLANDBERGÞÓR — BÖKURSKINKASALÖT

.

QUICHE LORRAINE

QUICHE LORRAINE

Smjördeig:

4 dl hveiti
1 tsk salt
100 g kalt smjör í teningum
vatn (kringum 1 dl)

Blandið hveiti og salti saman í skál. Myljið smjör saman við. Bleytið að lokum með vatni og finnið út smám saman hvenær deigið loðir saman, en er ekki rennandi blautt.

Geymið í ísskáp í nokkra klukkutíma, þá er auðveldara að eiga við það, en það má líka vinna það í bökuform strax. Stingið með gaffli og bakið í u.þ.b. 10 mín., áður en fyllingin er sett í.

Fylling:

4 egg
4 dl rjómi
salt, pipar, 2 tsk dill, 1/2 tsk múskat
250 g skinka (eða skinka og beikon til helminga)
1 poki rifinn ostur (má gjarnan rífa sterkan ost til viðbótar)
1/2 bréf beikon

Þeytið egg og rjóma saman með gaffli. Saltið, piprið og kryddið.

Skerið hamborgaraskinku í strimla og blandið saman við eggjahræruna ásamt ostinum.

Skerið beikon í litla bita og leggið ofan á.

Bakið við 175°C í u.þ.b. hálftíma eða þar til bakan hefur tekið góðan lit.

Berið fram með góðu salati.

.

FRAKKLANDBERGÞÓR — BÖKURSKINKASALÖT

— QUICHE LORRAINE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sümac á Laugavegi 28 – suddalega góður

Veitingastaðurinn Sümac á Laugavegi 28 einn af þessum demöntum okkar, sem er undir áfhrifum frá dásamlegri matargerð Marokkó og Líbíu. Þetta er kærkomin viðbót í miðbænum. Staðurinn dregur nafn sitt af sümac trénu, sem gefur af sér ber, en þau eru þurrkuð og mikið notuð í þessum löndum. Eldhúsið er opið úr salnum og grillilmurinn er svo lokkandi!

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017

Uppskriftasamkeppni fyrir Kökubækling Nóa Síríus 2017. Þau eru mörg verkefnin og ólík. Á dögunum var ég beðinn að útbúa uppskriftir fyrir kökubækling Nóa Síríus sem kemur út í haust. Næstu vikur verða því ekkert sérstaklega leiðinlegar, hér verða prófaðar uppskriftir fyrir bæklinginn. Til að gera hann enn fjölbreyttari blása alberteldar.com og Nói Síríus til uppskriftasamkeppni og mun ein uppskrift birtast í kökubæklingnum(kannski tvær). Eina skilyrðið er að í uppskriftinni séu vara/vörur frá Nóa Síríus.

Að sjálfsögðu verða verðlaun fyrir bestu uppskriftina: Glæsileg karfa með vörum frá Nóa Síríus og verðlaunauppskriftin birtist í kökubæklingunum (og kannski smá aukaglaðningur). Auk þess verða veitt verðlaun fyrir annað og þriðja sætið

Endilega hvetjið bökurnarglaða Íslendinga til að vera með og sendið inn uppskriftir á netfangið albert.eiriksson@gmail.com Skilafrestur er til 31.júlí nk.

Þið megið gjarnan deila færslunni

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Apríkósuchutney

Apríkósuchutney 

Apríkósuchutney. Með ostum og kexi er ágætt að hafa apríkósuchutney í staðinn fyrir vínber - eða hafa vinberin líka. Chutneyið er kjörið með kjötréttum og indverskum mat