Quiche Lorraine – franska góða bakan

Quiche Lorraine, baka, frönsk baka, egg, beikon, Templarinn, Fáskrúðsfjörður, Quiche Lorraine - franska góða bakan Frakkland franskur matur góð baka beikon bökudeig smjördeig skInka egg ostur bökudeig þorgrímsstaðir
Quiche Lorraine – franska góða bakan sem á alltaf vel við.

QUICHE LORRAINE

Bergþór kom austur og bakaði skínandi böku, sem gerði gríðarlega lukku. Hann samþykkti að deila uppskriftinni með lesendum alberteldar, ef hann fengi Nutella-pizzu í eftirrétt.
„Þessa böku gerði hin franska „móðir“ mín þegar ég var skiptinemi í Frakklandi. Eiginlega hafði ég allt mitt vit úr henni árin eftir að ég kom heim, en þá þótti allt sem hún hafði reitt fram frekar framandi hér á landi, en jafnframt einstaklega ljúffengt. Ýmsar bökur (tartes) voru þar fremstar í flokki.”

FRAKKLANDBERGÞÓR — BÖKURSKINKASALÖT

.

QUICHE LORRAINE

QUICHE LORRAINE

Smjördeig:

4 dl hveiti
1 tsk salt
100 g kalt smjör í teningum
vatn (kringum 1 dl)

Blandið hveiti og salti saman í skál. Myljið smjör saman við. Bleytið að lokum með vatni og finnið út smám saman hvenær deigið loðir saman, en er ekki rennandi blautt.

Geymið í ísskáp í nokkra klukkutíma, þá er auðveldara að eiga við það, en það má líka vinna það í bökuform strax. Stingið með gaffli og bakið í u.þ.b. 10 mín., áður en fyllingin er sett í.

Fylling:

4 egg
4 dl rjómi
salt, pipar, 2 tsk dill, 1/2 tsk múskat
250 g skinka (eða skinka og beikon til helminga)
1 poki rifinn ostur (má gjarnan rífa sterkan ost til viðbótar)
1/2 bréf beikon

Þeytið egg og rjóma saman með gaffli. Saltið, piprið og kryddið.

Skerið hamborgaraskinku í strimla og blandið saman við eggjahræruna ásamt ostinum.

Skerið beikon í litla bita og leggið ofan á.

Bakið við 175°C í u.þ.b. hálftíma eða þar til bakan hefur tekið góðan lit.

Berið fram með góðu salati.

.

FRAKKLANDBERGÞÓR — BÖKURSKINKASALÖT

— QUICHE LORRAINE —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.