Rauðrófuhummús
Fallegur á litinn, hollur og girnilegur. Það þarf ekki fleiri orð um það.
.
.
Rauðrófuhummús
2 meðalstórar rauðrófur
1 ds kjúklingabaunir
½ tsk salt
3 msk tahini
2 msk sítrónusafi
Smá vatn
2 msk hunang
2 hvítlauksrif, söxuð gróft
Skerið rauðrófurnar gróft niður og sjóðið í um klst. eða þangað til þær eru vel soðnar. Kælið. Setjið rauðrófurnar í matvinnsluvél, hellið safanum af kjúklingabaununum og setjið þær saman við. Bætið við salti, tahini, sítrónusafa, vatni, hunangi og hvítlauk. Maukið vel.
.
— RAUÐRÓFUHUMMÚS —
.