Rauðrófuhummús – rauðfjólublá og holl

Rauðrófuhummús – rauðfjólublá og holl  rauðrófur hummus hvítlaukur rauðbeður kjúklingabaunir
Rauðrófuhummús

Rauðrófuhummús

Fallegur á litinn, hollur og girnilegur. Það þarf ekki fleiri orð um það.

.

HUMMÚSRAUÐRÓFUR

.

Rauðrófuhummús

2 meðalstórar rauðrófur
1 ds kjúklingabaunir
½ tsk salt
3 msk tahini
2 msk sítrónusafi
Smá vatn
2 msk hunang
2 hvítlauksrif, söxuð gróft

Skerið rauðrófurnar gróft niður og sjóðið í um klst. eða þangað til þær eru vel soðnar. Kælið. Setjið rauðrófurnar í matvinnsluvél, hellið safanum af kjúklingabaununum og setjið þær saman við. Bætið við salti, tahini, sítrónusafa, vatni, hunangi og hvítlauk. Maukið vel.

Rauðrófuhummús – rauðfjólublá og holl
Rauðrófuhummús

.

HUMMÚSRAUÐRÓFUR

RAUÐRÓFUHUMMÚS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóasalat með appelsínubragði – vegan og alveg bráðhollt

Kínóasalat með appelsínubragði. Kínóa er hollustan ein en kannski lítið spennandi eitt og sér. En í salöt og aðra matargerð er það alveg frábært. Þetta salat er bæði litfagurt og bragðgott.

ADHD og ADD og MATUR

ADHD og ADD og MATUR. Athyglisbrestur (ADD) og athyglisbrestur með ofvirkni (ADHD) hafa verið gríðarlega vaxandi vandamál í Vestrænum samfélögum og er nú svo komið að talið er að allt frá 5 og upp í 15% barna eru talin vera með einkenni þessara raskana. Tíu sinnum fleiri drengir eru greindir með þessa kvilla heldur en stúlkur