Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans

Georg Georgsson, læknishúsið, franski spítalinn, Alúðarþakkir Guðmundur þorgrímsson Sólveig Eiríksdóttir Brimnes Fáskrúðsfjörður Georg hóf störf á sjúkraskýli kaþólskra á Fáskrúðsfirði. Sjúkraskýlið er til hægri og kapella til vinstri. Fyrir framan er minnismerki um Carl A. Tulinius franskan konsúl og kaupmann. Alúðarþakkir Guðmundur Þorgrímsson brimnes Sólveig Eiríksdóttir Þorgrímur þorláksson Georg fékk undirritað þakklætisskjal frá öllu fulltíða fólki í læknishéraðinu þegar hann fór  frá Fáskrúðsfirði og sendi þakkarkveðju í ársbyrjun 1934 alúðarþakkir Karen Wathne Franskir sjómenn, Fáskrúðsfjörður, fransmenn, læknir, Templarinn ræðismaður konsúll
Georg Georgsson læknir, konsull og yfirmadur Franska spítalans á Fáskrúðsfirði

Georg Georgsson, læknir, konsúll og yfirmaður Franska spítalans á Fáskrúðsfirði, þótti með færustu læknum á sinni tíð og ferðaðist ítrekað utan að tileinka sér nýjungar í læknavísindum. Til þess var tekið hve mikil reisn og höfðingsskapur var yfir læknisheimilinu. Húsbúnaður, matföng og dýrindis vín komu beinustu leið frá Frakklandi og sjálfur þótti húsbóndinn vera holdtekja franskrar menningar á staðnum.

Georg fæddist 1872, varð stúdent 1894 og lauk prófi við Læknaskólann í Reykjavík 1898. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn og Berlín og var settur læknir á Mýrum 1899, en í apríl 1900 fékk hann veitingu fyrir nýstofnuðu Fáskrúðsfjarðarhéraði.

— FÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENNFRAKKLANDGEORG GEORGSSON

.

Fáskrúðsfjörður franski spítalinn Læknishúsið Búðir
Fáskrúðsfjörður á fyrstu árum 20. aldar. T.v. er Læknishúsið og til hægri Franski spítalinn

Við Fáskrúðsfirðingar eigum Georgi Georgssyni mikið að þakka. Hann var helsti hvatamaður þess að byggður var spítali á Fáskrúðsfirði, en áður stafaði hann á sjúkraskýli kaþólskra á staðnum sem reist var 1897.
Án efa hefur skörungleg framkoma hans haft áhrif á að franska ríkið byggði spíatalann. Georg var frönskumælandi og virðist hafa hafa verið i góðu sambandi við stjórnvöld í Frakklandi og þá skipstjóra sem komu til Fáskrúðsfjarðar.
Georgi var mjög umhugað um allar nytsamar framkvæmdir í Búðakauptúni, og vildi hann veg þess sem mestan. Átti hann t.d. ríkan þátt í því að rafveitu var komið upp í þorpinu, var fyrsti formaður Sparisjóðs Fáskrúðsfjarðar og póstafgreiðslumaður, þá hvatti hann til byggingar vita og studdi með ráðum og dáð ýmsar aðrar umbætur.

Blómatími Íslandsveiða Frakka hér við land var frá miðri 19. öld fram að fyrri heimsstyrjöld en þá dró verulega úr veiðunum. Af bréfaskriftum Georgs og Guðmundar Björnssonar landlæknis frá 1923 má sjá að það var þeim hjartans mál að fá spítalann á Fáskrúðsfirði fyrir berklasjúklinga, Georg þekkti manna best þörfina. Hann fékk umboð franska ríkisins til að selja spítalann og tengd hús til íslenska ríkisins. Salan tók langan tíma. Til að brúa bilið keypti Georg húsin með það í huga að endurselja þau ríkinu. Ekki kom hinsvegar til þess því ríkið hætti við. Frumkvöðulinn og eldhuginn Georg Georgsson missti allar sínar eigur til Landsbankans. Bankinn lét flytja spítalann í Hafnarnes þar sem hann var endurbyggður sem íbúðarhús og skóli. Búið varði Franska spítalanum í Hafnarnesi fram yfir 1970, eftir það stóð hann yfirgefinn allt þar til Minjavernd með aðstoð Fjarðabyggðar tók að sér endurbyggingu hússins sem nú hýsir glæsilegt hótel og safn um franska sjómenn.
Georg flutti til Keflavíkur og starfaði þar síðustu æviárin. Hann lést árið 1940 og er jarðsettur í Hólavallakirkjugarði.

Georg Georgsson og Karen Wathne Frönsk skúta Heilagur Franz af Assisi.
Georg Georgsson læknir og kona hans Karen Wathne um borð í Heilögum Franz af Assisi. Á milli þeirra sést Læknishúsið og spítalinn til hægri

Þegar spítalaskipið Heilagur Franz af Assisi kom til Fáskrúðsfjarðar vorið 1906 lýsir skipslæknirinn nýjum spítala, sem þá er kominn í fullan gang:

„Georg Georgsson, íslenski sjúkrahúslæknirinn tók á móti okkur af sinni alkunnu gestrisni og bauð okkur heim. Georg er konsúll Frakka á Fáskrúðsfirði og talar liðlega frönsku, svo að landar okkar eru fegnir að hitta þarna konsúl og lækni, sem getur skilið þá og talað við þá á þeirra eigin máli.

Alúðarþakkir Guðmundur Þorgrímsson brimnes Sólveig Eiríksdóttir Þorgrímur þorláksson Georg fékk undirritað þakklætisskjal frá öllu fulltíða fólki í læknishéraðinu þegar hann fór  frá Fáskrúðsfirði og sendi þakkarkveðju í ársbyrjun 1934 alúðarþakkir
Georg fékk undirritað þakklætisskjal frá öllu fulltíða fólki í læknishéraðinu þegar hann fór  frá Fáskrúðsfirði og sendi þakkarkveðju í ársbyrjun 1934

Georg fékk undirritað þakklætisskjal frá öllu fulltíða fólki í læknishéraðinu þegar hann fór  frá Fáskrúðsfirði og sendi þakkarkveðju í ársbyrjun 1934

Í bæklingi Franska spítalafélagsins frá 1909 segir: „Afbragðs læknir og skurðlæknir Georg Georgsson stjórnar spítalanum og er um leið franskur konsúll og fulltrúi Spítalafélagsins. Honum til aðstoðar og til umsjónar á sjúkrahúsinu er Mademoiselle Baudet, afbragðs hjúkrunarkona frá París (Lariboiseiere), talar bretónsku og jafnvel íslensku. Henni til aðstoðar er ein hjúkrunarkona íslensk, Ástríður Torfadóttir var þar 1903-7 og tvær þjónustustúlkur, auk aðstoðarstúlkna í daglaunavinnu. Fram til 1. janúar 1907 hafði sjúkrahúsið á Fáskrúðsfirði tekið á móti 91 sjúklingi, frönskum og „útlendum” og sjúkradagar orðnir 2.953, en sjúkrahúsið var rekið allt árið.”

Apótek franska spítalans Georg í apóteki Franska spítalans
Georg í apóteki Franska spítalans

Georg notaði spítalann einnig fyrir sitt læknishérað, sem náði í upphafi yfir Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og Breiðdal, og nýtti aðstöðuna til skurðlækninga þegar með þurfti.

Jón Magnússon (1883-1963)

Í minnum er haft er Georg tók, með aðstoð fransks læknis af spítalaskipi, stóran sull úr höfði sjómannsins Jóns Magnússonar í Hvammi, sem var orðinn svo vankaður af meini þessu, að hann var sagður ganga í hringi á leiðinni neðan úr fjöru. Aðgerðin tókst vel, Jón lá nokkurn tíma á spítalanum og fékk að gjöf róðukross, svartan og gylltan, sem hann bar upp frá því um hálsinn.

Franski spítalinn í Hafnarnesi skömmu áður en Minjavernd flutti hann og endurbyggði nálægt þeim stað sem hann stóð á á Fáskrúðsfirði.
Carl A. Tulinius sjúkraskýli kaþólskir minnismerki kapella Georg hóf störf á sjúkraskýli kaþólskra á Fáskrúðsfirði. Sjúkraskýlið er til hægri og kapella til vinstri. Fyrir framan er minnismerki um Carl A. Tulinius franskan konsúl og kaupmann.
Georg hóf störf á sjúkraskýli kaþólskra á Fáskrúðsfirði. Sjúkraskýlið er til hægri og kapella til vinstri. Fyrir framan er minnismerki um Carl A. Tulinius franskan konsúl og kaupmann.

— FÁSKRÚÐSFJÖRÐURFRANSKIR SJÓMENNFRAKKLANDGEORG GEORGSSON

— GEORG GEORGSSON —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.