Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum kókosbollueftirréttur eftirréttur bláber makkarónukökur portvín rjómi kókosbollur jarðarber apríkósur þorgrímsstaðir
Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum.

Stundum er tíminn takmarkaður til að útbúa eftirrétti. Þessi varð eiginlega saminn á staðnum og svo sem ekki stuðst við nákvæm mál. En ég skal samt gera mitt besta og skrifa niður málin nokkurnvegin rétt.

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIRMAKKARÓNUR

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum

1 dl apríkósur

1 msk sítrónusafi

2 dl makkarónukökur muldar gróft

2 msk portvín

1/2 l rjómi

4 kókosbollur

1/2 b hrískúlur

bláber, jarðarber

Saxið apríkósur gróft og blandið sítrónusafa saman við.

Setjið muldu makkarónukökurnar í skál og hellið portvíninu yfir.

Stífþeytið rjómann.

Blandið kókosbollum saman við rjómann með sleikju. Bætið þvínæst apríkósum, makkarónukökum, berjum (ávöxtum) og hrískúlum.

.

KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIRMAKKARÓNUR

— BERJAEFTIRRÉTTUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu

Grænn aspas vafinn í hráskinku með Hollandaise sósu. „Vinur okkar hann Angantýr ákvað að útbúa glæsilegan og bragðgóðan forrétt" segir Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari sem býr og starfar í Brussel. Þau hjónin héldu matarboð fyrir nokkra vini sína. Fyrir utan aspasinn var boðið upp á Svanskjúkling í aðalrétt og í desert var einfaldur fljótlegur eftirréttur.