Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum.
Stundum er tíminn takmarkaður til að útbúa eftirrétti. Þessi varð eiginlega saminn á staðnum og svo sem ekki stuðst við nákvæm mál. En ég skal samt gera mitt besta og skrifa niður málin nokkurnvegin rétt.
— KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — MAKKARÓNUR —
Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum
1 dl apríkósur
1 msk sítrónusafi
2 dl makkarónukökur muldar gróft
2 msk portvín
1/2 l rjómi
4 kókosbollur
1/2 b hrískúlur
bláber, jarðarber
Saxið apríkósur gróft og blandið sítrónusafa saman við.
Setjið muldu makkarónukökurnar í skál og hellið portvíninu yfir.
Stífþeytið rjómann.
Blandið kókosbollum saman við rjómann með sleikju. Bætið þvínæst apríkósum, makkarónukökum, berjum (ávöxtum) og hrískúlum.
.
— KÓKOSBOLLUUPPSKRIFTIR — MAKKARÓNUR —
.