Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni einiber hreindýr villibráð brúnaðar kartöflur Þorgrímsstaðir jón guðrún
Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Mikið lifandis ósköp er hreindýrakjöt mjúkt og gott ef það er rétt eldað. Meðlætið með hreindýralundinni var Waldorfssalat og sykurbrúnaðar kartöflur ásamt sósunni (sjá neðst)

.

HREINDÝR — VILLIBRÁÐEINIBER — WALDORFSSALATSYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLURBLÁBER

.

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni Rangifer tarandus reindeer
Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

Hreindýralund – snöggsteikt á pönnu og hægelduð í ofni

1 hreindýralund

3/4 dl einiber

3/4 dl villibráðarkrydd frá Prima

2 msk portvín

2 msk olía

salt og pipar

Merjið einiberin í morteli, bætið við villikryddi, portvíni, olíu, salti og pipar. Setjið á nautalundina (undir og yfir). Geymið í ísskáp í 6-8 klst. Snöggsteikið lundina mjög heitri pönnu og setjið þvínæst í ofn á 45°C í um 2 tíma. Hækkið hitann í 200 síðustu mínúturnar. Það er erfitt að segja hversu lengi, fer eftir þykkt kjötsins. Því miður var ég ekki með kjöthitamælinn og gat ekki fylgst með hitanum.

Sósan var gerð svona: 1/2 rauðlaukur og um 10 cm blaðlaukur saxaðir og steiktir í olíu. saman við það fóru villisveppir, gulrót og sellerý. Þetta var brúnað vel og slettu af portvíni sett saman við ásamt vatni og kjötkrafti. Þetta var soðið í um 20mín. og síðan maukað. Síðan fór rjómi, 1 1/2 msk bláberjasulta og um desilítri af bláberjum, salt og pipar. Allra síðast fór svo soðið af hreindýralundinni.

Hreindýralund – albert myndar
Jón smellti þessari mynd af mér þar sem ég myndaði herlegheitin á pallinum. Hreindýrshornið fann ég í berjamó sama dag

.

HREINDÝR — VILLIBRÁÐEINIBER — WALDORFSSALATSYKURBRÚNAÐAR KARTÖFLURBLÁBER

— HREINDÝRALUND, SNÖGGSTEIKT OG HÆGELDUÐ —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.