Kaffihúsavinnufundir – málin eru rædd í þaula og afgreidd

Kaffihúsavinnufundir – skipulagsfundur heimilisfundur málin rædd málin eru rædd í þaula og afgreidd
Kaffihúsavinnufundir eru gagnlegir

Kaffihúsavinnufundir

Undanfarna mánuði höfum við Bergþór farið tvisvar til þrisvar í mánuði með tölvurnar okkar á kaffihús og haldið kaffihúsavinnufundi.
Á þessum fundum eru tekin fyrir praktísk mál, skrifuð „fundargerð” og farið yfir síðustu. Hvað er framundan, hringja í rafvirkjann og smiðinn, sumar-, jóla- og frí, veislur framundan, næsta útlandaferð og stórafmæli. Þetta eru dæmi um það sem við höfum tekið fyrir.

Nú höfum við tekið ákvörðun um að verja byrjun fundarins í hvernig við getum bætt almenn samskipti, t.d. að taka vel í hugmyndir, álitlegar sem óálitlegar og upplýsingaflæði. Það virðist nauðsynlegt fyrir fólk að taka sér sérstakan tíma í það, þar sem sagt er að hjón tali saman að meðaltali u.þ.b. 5 mín á mánuði um eitthvað sem máli skiptir.

Hugmyndin er vel þekkt og alls ekki okkar, um leið og búið er að skipta með sér verkum, þvælast heimilismálin ekki lengur fyrir daglegu lífi og hægt að einbeita sér að því að gera eitthvað skemmtilegt, búa til pizzu með gleði, ja, bara svona sem dæmi.

— KAFFIHÚSAVINNUFUNDIR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave