Hrökkkex með fjallagrösum
Þar sem ég átti hvorki möndlumjöl né kínóamjöl setti ég möndlur og kínóa í matvinnsluvél og bjó til. Hrökkkex er upplagt með ostum, sítrónusmjöri, appelsínumermelaði eða rauðrófuhummús.
— HRÖKKKEX — MÖNDLUMJÖL — FJALLAGRÖS —
.
Hrökkkex með fjallagrösum
5 dl fræ, grasker, sesam, sólblóma og/eða hörfræ
6 dl mjöl – glúteinfrítt, möndlu eða kínóa
2 msk gróft haframjöl
3,5 dl vatni
1 dl söxuð fjallagrös
blandið saman
1 1/2 dl kókosolía
3-4 tsk maldonsalt
Blandið öllu saman. Skiptið degiu í tvo hluta
Fletjið hvorn hluta út milli tveggja smjörpappísblaða.
Leggið á plötu og takið efra blaðið af
Bakið við 200°C í 12-15 mín
.
— HRÖKKKEX — MÖNDLUMJÖL — FJALLAGRÖS —