Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

ÞUNGLYNDIMATUR LÆKNAR

.

Í Morgunblaðinu í september 2006 birtist þessi grein

Þunglyndismeðferð sem byggist á mataræði

Glútein, mjólkurvörur, koffín og sykur er meðal þeirra efna sem fólk, sem glímir við þunglyndi, ætti að forðast til að bæta líðan sína. Þrír þunglyndissjúklingar sýndu verulegar framfarir eftir sex mánaða meðferð þar sem þeir voru fræddir um mikilvægi mataræðis fyrir geðheilsu og farið var í reglulegar gönguferðir.
“Ég hef alltaf haft áhuga á því hvaða áhrif mataræði hefur á þunglyndi enda hef ég sjálf glímt svolítið við skammdegisþunglyndi í gegnum tíðina,” segir Inga Kristjánsdóttir sem útskrifaðist í vor sem næringarþerapisti frá Center for ernæring og terapi í Kaupmannahöfn. Lokaverkefni hennar og bekkjarsystur hennar, Kirstine Grandahl Patel, gekk út á að þróa meðferðaraðferð sem myndi gagnast þunglyndissjúklingum þar sem tekið yrði á mataræði þeirra í gegnum fræðslu og áhersla lögð á hreyfingu.

Verkefnið var unnið á Íslandi og þar sem Kirstine var búsett í Danmörku gerði hún sér lítið fyrir og fluttist til Íslands af þessu tilefni. Þær stöllur fengu sex þunglyndissjúklinga í lið með sér sem þær hittu reglulega í sex mánuði en allir höfðu þeir verið lengi á lyfjum vegna sjúkdómsins auk þess að vera metnir öryrkjar vegna hans, utan einn. “Við fórum yfir ýmsa þætti í sambandi við mataræði og hvað í því gæti ýtt undir þunglyndi,” segir Inga. “Sömuleiðis kenndum við þeim leiðir til úrlausnar í gegnum sýnikennslu, uppskriftir, fyrirlestra og spjallhópa. Við hittum hópinn tvisvar í viku og í annað skiptið var áherslan lögð á fræðsluna en í hitt skiptið spjölluðum við saman og þau deildu reynslu sinni. Í bæði skiptin fórum við í göngutúr áður.”

Fiskiolía og fjölvítamín

Inga segir þunglyndissjúklinga oft á tíðum lifa á einhæfu og slæmu fæði. “Við reyndum að fá þau til að draga úr koffín- og sykurneyslu og sömuleiðis reykingum. Eins lögðum við áherslu á að taka út ákveðna fæðuflokka, s.s. glútein og mjólk, en það eru uppi hugmyndir um að bæði glútein og mjólkurprótein geti haft slæm áhrif á heilastarfsemi og leitt til alls kyns andlegra vandamála. Meltingin og þarmaflóran og mikilvægi hennar fyrir geðheilsu var einnig ofarlega á dagskrá og sömuleiðis töluðum við mikið um blóðsykur því blóðsykurssveiflur geta verið afskaplega þunglyndishvetjandi. Til að mynda er ein tegund þunglyndis talin beinlínis geta stafað af blóðsykurssveiflum.”
Á hinn bóginn var hópurinn hvattur til að borða trefjaríkan mat, góð prótein og “réttu fitusýrurnar því þær hafa áhrif á taugakerfið og alla líkamsstarfssemina,” eins og Inga orðar það. “Svo má ekki gleyma að við létum þau hafa fiskiolíu, fjölvítamín, c-vítamín og b-vítamín sem við fórum fram á að þau tækju á meðan á þessu stóð en margar rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif þessara bætiefna á þunglyndi.”

Að hennar sögn hafa margar rannsóknir sýnt fram á að hreyfing skipti verulegu máli fyrir andlega líðan og því hafi þær ákveðið að hafa gönguferðir sem hluta af meðferðinni. “Birtan er líka afskaplega mikilvæg fyrir þunglynda. Hópurinn var hjá okkur yfir svartasta skammdegið, frá október og fram í mars, og á því tímabili eru mestu líkurnar á einhverri birtu yfir miðjan daginn. Þess vegna hittum við þau klukkan eitt á daginn, fórum með þeim í göngutúr um Laugardalinn og nutum þar fallegs umhverfis og þeirrar birtu sem gafst á þeim tíma.”

Stórstígar framfarir

Hvað niðurstöðurnar varðar segir Inga að þær hafi verið afskaplega jákvæðar. “Þegar við lögðum upp með þetta verkefni vissum við að verulegar líkur væru á því að einhver myndi falla úr hópnum, einfaldlega vegna þess óstöðugleika sem fylgir þessum sjúkdómi. Sú var líka raunin og tveir af þeim sem byrjuðu með okkur féllu út úr hópnum. Af þeim fjórum sem luku verkefninu með okkur sýndu þrír þeirra stórstígar framfarir samkvæmt sérstöku prófi, sem notað er til að mæla þunglyndi og kallað er Becks. Það var mjög gott að hafa það til að bera saman líðan fyrir og eftir þetta tímabil og það sýndi að þessir einstaklingar upplifðu miklar breytingar. Eins sáum við á þeim og heyrðum að þeim leið miklu, miklu betur þegar þessum sex mánuðum var lokið.”
Hún leggur áherslu á að rannsóknin sé fjarri því að vera vísindaleg. “Þarna eru allt of margar breytur til að hægt sé að benda á hvað hafi mestu áhrifin og þátttakendurnir voru fáir. Með þessu vorum við fyrst og fremst að athuga hvort það væri yfirhöfuð framkvæmanlegt að þróa einhvers konar meðferðarform út úr svona löguðu. Draumurinn okkar er auðvitað að þróa svona meðferðarform með heilbrigðisyfirvöldum þannig að þetta verði einhvern tíma kostur sem þunglyndissjúklingar eiga völ á í sinni meðferð.”

Innt um eigin framtíðaráform segir Inga þær Kirstine vera að skipuleggja námskeið sem hefst í september fyrir fólk sem þjáist af skammdegisþunglyndi eða upplifir depurð yfir veturinn. Það byggist á svipuðum áherslum þótt ekki verði um jafnheildstæða meðferð að ræða og í ofangreindu verkefni. Að auki muni þær kynna sig á Expo-sýningunni í september. “Þar fyrir utan erum við tilbúnar til að kynna þessa tilraun fyrir fagaðilum eða samtökum sem gætu haft áhuga,” segir hún að lokum.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í september 2006

ÞUNGLYNDIMATUR LÆKNAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.