Bláberjasulta

0
Auglýsing
Bláber bláberjasulta sykur sítróna þarf ekki hleypi hleypir sultuhleypir sultutau berjasulta sjóða sultu ber þorgrímsstaðir hrat ÞARF HLEYPI Í SULTU sultutau vöfflur
Bláberjasulta

Bláberjasulta

Það þarf ekkert endilega að setja hleypi í bláberjasultu. Með því að tína með óþroskuð ber (samt ekki of mikið af þeim) og sjóða með hleypur sultan betur. Svo má alltaf krydda lítið eitt, t.d. með kanil, vanillu, negul, chili eða engifer. Vatnið í uppskriftinni er til þess að berin brenni ekki við í upphafi.
En til að vera alveg örugg er kannski best að nota sykur með hleypi í.

🇮🇸

Auglýsing

BLÁBERSULTURSUMAR…VÖFFLUR

🇮🇸

Bláberjasulta
Bláber

Bláberjasulta

1 kg bláber

550 – 600 g sykur (með hleypi)

örlítið vatn

1/3 tsk salt

1 tsk sítrónusafi

Setjið allt í pott og sjóðið í um 15 mín, án loks. Merjið með kartöflupressu og sjóðið áfram í um 5 mín. Setjið í tandurhreinar krukkur og lokið þeim strax. Kælið.

Bláberjasulta í krukkum
Bláberjasulta í krukkum

🇮🇸

BLÁBERSULTURSUMAR…VÖFFLUR

— BLÁBERJASULTA —

🇮🇸

Fyrri færslaFrískandi kínóasalat með myntu og avókadó
Næsta færslaKaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi