Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku gulrótaterta pekan hnetur gulrætur Þorgrímsstaðir anna kristín sturludóttir
Gulrótakaka Önnu og Snædísar

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

Það  fer nú að vera með gulrótaköku eins og margt annað gott kaffimeðlæti, það er næstum því orðið klassískt kaffimeðlæti. Gengilbeinurnar mínar, þær Anna Kristín Sturludóttir og Snædís Agla Baldvinsdóttir bökuðu reglulega gulrótaköku á Þorgrímsstöðum í sumar.

GULRÓTATERTUR —  GULRÆTURTERTURANNA KRISTÍNSNÆDÍS AGLA

.

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku Þorgrímsstaðir Anna Kristín Sturludóttir Snædís Agla Baldvinsdóttir
Snædís og Anna Kristín

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku

1 1/2 b (spelt)hveiti

1/2 b (hrá)sykur

1 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk kanill

1 tsk salt

2/3 b olía

2 egg

1 b rifnar gulrætur

1/2 b ananaskurl með vökvanum

1 tsk vanilludropar

Þeytið vel saman egg og sykur. Blandið þurrefnunum saman ásamt gulrótum á meðan eggin og sykurinn þeytist. Bætið við þurrefnum, ananaskurli ásamt vökvanum og vanillu. Smyrjið tertuform og hellið deiginu í. Bakið við 175°C í um 35 mín.

Krem

200 g rjómaostur

1-2 msk rjómi

1 tsk vanilludropar

1/2 b flórsykur

pekanhnetur til skrauts

Þeytið saman rjómaosti, rjóma og vanillu á hægum hraða. Bætið flórsykri saman við. Smyrjið yfir tertuna og skreytið með pekanhnetum.

Gulrótakaka – Anna og Snædís bjóða upp góða gulrótaköku
Hráefnin í gulrótakökuna

.

GULRÓTATERTUR —  GULRÆTURTERTURANNA KRISTÍNSNÆDÍS AGLA

— GULRÓTATERTA ÖNNU OG SNÆDÍSAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Portúgalskt matarboð

Portúgalskt matarboð. Í Lissabon vorum við á hóteli með foreldrum Ara Eurovisionfara og vinum þeirra. Hóurinn small saman frá fyrstu mínútu og við vorum svo að segja allan sólarhringinn saman og skemmtum okkur út í eitt. Það var létt yfir öllum og mikið hlegið enda kölluðum við borgina Flissabon. Við hittumst svo og borðuðum saman á dögunum, Pálínuboð sem eru alltaf svo ágæt.

Fermingarveisla Guðmundar

Fermingarveisla og svo önnur fermingarveisla. Guðmundur Örn frændi minn fermdist í dymbilvikunni. Hann stóð sig með mikilli prýði, flutti stutta ræðu og bauð gesti velkomna. Í veislunni gekk hann milli borða og spjallaði við gesti. Mamman fékk fólk til að leggja hönd á plóg; undirbúa salinn, leggja á borð, sjá um eldhúsið, útbúa veitingar, ganga frá og annað slíkt. Stórfínt fyrirkomulag.

Hnetusteik

Hnetusteik. Á mögum heilsuveitingahúsum og í betri búðum má fá dýrindis hnetusteikur en það er líka gaman að útbúa sína eigin. Þessi hnetusteik verður á okkar borði á jólunum.