Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni
Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær – það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.

MÖNDLUR

.

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

2 b möndlur

1 tsk salt

1/3 tsk pipar

2 msk rósmarín

1/2 tsk múskat

1/2 tsk sykur

1 msk sítrónusafi

1 msk palmín

Hitið palmín, salt, pipar, rósmarín, múskat og sykur á miðlungshita á pönnu. Bætið við sítrónusafa og loks möndlunum. Veltið í um 5-10 mín. á pönnunni. Setjið möndlurnar á smjörpappír og dreifið úr þeim.

Auglýsing

Meira úr sama flokki