Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum FISKUR Í OFNI OFNBAKAÐUR FISKUR
Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Lax er feitur, hollur og góður. Í staðinn fyrir að baka laxinn í ofni má setja hann á grillið. Það er vel þess virði að útbúa mangó chutney, það er mun bragðmeira en það sem fæst í búðum.

FISKRÉTTIR FISKUR Í OFNI MANGÓ CHUTNEY

.

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum.

1 flak af laxi

1 b Mangó chutney

1-2 dl pistasíuhnetur.

Setjið álpappír í ofnskúffu og laxinn ofan á. Brjótið álpappírinn upp að flakinu svo mangó chutneyið renni ekki út um allt. Hellið Mangó Chutney yfir og dreifið pistasíunum yfir. Bakið í ofni við 170°C í um 20 mín. Tíminn fer bæði eftir ofnum og þykkt flaksins.

Mangó chutney

1 laukur

2-3 msk góð matarolía

1 vel þroskað stórt mangó

1 tsk kanill

1 tsk cumin

1 tsk kóriander

1/2 tsk kardimommur

1/3 tsk múskat

1 msk rifið engifer

chili

1 hvítlauksrif

1/2 b sykur

1/3 b edik

1/2 b vatn

1 tsk salt

Skerið laukinn og léttsteikið í olíunni. Skerið mangóið frekar smátt, bætið útí ásamt kryddinu, edikinu og vatninu. Látið sjóða í 30-40 mín. Látið kólna aðeins, setjið þá í glerkrukkur og lokið strax. Geymið í ísskáp.

FISKRÉTTIR FISKUR Í OFNI MANGÓ CHUTNEY

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum

Ostakúla með beikoni, hnetum og döðlum. Ef einhver er í tímaþröng en vill bjóð upp á góðgæt er þessi ostakúla tilvalin. Ef eitthvað er þá verður hún bara betri við að bíða í ísskápnum yfir nótt.

Grilluð glútenlaus pitsa

Grilluð glútenlaus pitsa. Einu sinni var keyptur pitsu-ofn á heimilið. Það voru kjarakaup, því að hann var gjörnýttur, stundum nokkrum sinnum í viku, þangað til hann gaf upp öndina. Síðan hefur pitsan farið í bakaraofninn, m.a.s. var sérskorinn steinn í steinsmiðju. En Kjartan Örn grillar allt, m.a.s. pitsur. Í grillveislu hjá honum, fengum við glútenlausar pitsur af ýmsu tagi. Vitaskuld eru pitsu-uppskriftir oft hernaðarleyndarmál, enda jafn mismunandi og heimilin eru mörg. Hver og einn getur notað sína uppskrift þegar pitsan er grilluð, en þeir sem vilja prófa glútenlausar pitsur verða ekki sviknir af þessum, því að Kjartan hefur þróað þær á veröndinni sinni í nokkra áratugi.