Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum
Lax er feitur, hollur og góður. Í staðinn fyrir að baka laxinn í ofni má setja hann á grillið. Það er vel þess virði að útbúa mangó chutney, það er mun bragðmeira en það sem fæst í búðum.
— FISKRÉTTIR — FISKUR Í OFNI — MANGÓ CHUTNEY —
.
Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum.
1 flak af laxi
1 b Mangó chutney
1-2 dl pistasíuhnetur.
Setjið álpappír í ofnskúffu og laxinn ofan á. Brjótið álpappírinn upp að flakinu svo mangó chutneyið renni ekki út um allt. Hellið Mangó Chutney yfir og dreifið pistasíunum yfir. Bakið í ofni við 170°C í um 20 mín. Tíminn fer bæði eftir ofnum og þykkt flaksins.
Mangó chutney
1 laukur
2-3 msk góð matarolía
1 vel þroskað stórt mangó
1 tsk kanill
1 tsk cumin
1 tsk kóriander
1/2 tsk kardimommur
1/3 tsk múskat
1 msk rifið engifer
chili
1 hvítlauksrif
1/2 b sykur
1/3 b edik
1/2 b vatn
1 tsk salt
Skerið laukinn og léttsteikið í olíunni. Skerið mangóið frekar smátt, bætið útí ásamt kryddinu, edikinu og vatninu. Látið sjóða í 30-40 mín. Látið kólna aðeins, setjið þá í glerkrukkur og lokið strax. Geymið í ísskáp.
— FISKRÉTTIR — FISKUR Í OFNI — MANGÓ CHUTNEY —
.