Gerbollubrauðhleifur
Það er ótrúlega töff að bera fram stóran hleif af brauðbollum. Hann sómir sér vel á hlaðborði og öllum líkar vel við heimabakað brauðmeti.
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — VANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR — ÞURRGER —
.
Gerbollubrauðhleifur
500 g hveiti
2 tsk þurrger
1 b volgt vatn
1 tsk salt
2 tsk sykur
2 msk matarolía
1 egg
1-2 msk sesamfræ
1-2 msk hörfræ
1-2 msk chiafræ
Blandið öllu saman og látið deigið lyfta sér í um klst.
Hnoðið hveiti upp í deigið á borði. Mótið litlar kúlur. Brjótið eggið í skál og sláið það sundur með gaffli. Dýfið efsta parti hverrar kúlu ofan í eggið og síðan í fræin. Raðið í ofnskúffu. Látið lyfta sér í 30-40mín. Bakið við 190° í um 20 mín.
— BRAUÐUPPSKRIFTIR — VANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR — ÞURRGER —
.