Indverskt matreiðslunámskeið

námskeið Indverskt matreiðslunámskeið indland dinverskur matur Aloo tikki Albert, Sólrún Ásta, Ramya Shyam og Anita salt eldhús
Albert, Sólrún Ásta, Ramya og Anita

Indverskt matreiðslunámskeið

Á Salt eldhúsi fór ég á stórfínt námskeið í indverskri matargerð. Ramya Shyam sendiherrafrú sá um kennsluna og stóð sig með stakri prýði – var vel undirbúin, skemmtileg og afslöppuð. Í lokin borðaði hópurinn saman matinn sem var eldaður. Mæli 100% með námskeiði hjá Ramya.

🇮🇳

INDLANDNÁMSKEIÐSALT ELDHÚS

🇮🇳

Af síðu Salt eldhúss: Ramya Shyam (eiginkona sendiherra Indlands á Íslandi) er ástríðukokkur og brennur fyrir að kynna matarmenningu þjóðar sinnar. Það er engin tilviljun að þetta námskeið skuli bera upp á Þjóðhátíðardag Indverja, en í ár eru liðin 75 ár frá því Indland öðlaðist sjálfstæði 15. ágúst 1947. Á þessu námskeiði beinir Ramya sjónum sínum að nokkrum vel völdum street-food grænmetisréttum. Ramya leggur áherslu á að nota hráefni sem er aðgengilegt í stórmörkuðum og að eldamennskan sé ekki tímafrek.

.

Aloo tikki
Channa Masala
Pav Bhaji

🇮🇳

INDLANDNÁMSKEIÐSALT ELDHÚS

🇮🇳

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.