Auglýsing
dressing SALAT REYKTUR LAX AVÓKADÓ GRÆNKÁL BLÁBER
Hollustusalat allra tíma – hörkusalat

Hollustusalat allra tíma. Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott – mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.

SALÖT — LAXAVÓKADÓ

Auglýsing

Hollustusalat allra tíma

250 g reyktur lax, skorinn gróft
1 stórt avókadó, skorið í bita
4 b saxað grænkál eða spínat
1/2 b bláber
1/4 b fetaostur
1/4 b valhnetur, saxaðar gróft
1/2 rauðlaukur, saxaður

Blandið öllu saman.

Dressing:

1/3 b ólífuolía
2 msk eplaedik
1 msk chia fræ
1 msk hunang

1/3 tsk salt

setjið í krukku með loki og hristið saman. Hellið yfir salatið

.

— HOLLUSTUSALATIÐ  —

.

SaveSave