Hollustusalat allra tíma – hörkusalat

dressing SALAT REYKTUR LAX AVÓKADÓ GRÆNKÁL BLÁBER
Hollustusalat allra tíma – hörkusalat

Hollustusalat allra tíma

Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott – mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.

SALÖT — LAXAVÓKADÓ

.

Hollustusalat allra tíma

250 g reyktur lax, skorinn gróft
1 stórt avókadó, skorið í bita
4 b saxað grænkál eða spínat
1/2 b bláber
1/4 b fetaostur
1/4 b valhnetur, saxaðar gróft
1/2 rauðlaukur, saxaður

Blandið öllu saman.

Dressing:

1/3 b ólífuolía
2 msk eplaedik
1 msk chia fræ
1 msk hunang

1/3 tsk salt

setjið í krukku með loki og hristið saman. Hellið yfir salatið

.

— HOLLUSTUSALATIÐ  —

.

SaveSave

Auglýsing

Meira úr sama flokki

NOSTRA – beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í borginni

Allt til fyrirmyndar á Nostra. Glæsilegt og notalegt umhverfi.  Ógleymanlegt ferðalag um geima bragðtegundanna. Gætt er að heildarupplifun, tímasetningum, allt útpælt. Nostra fer beint á topp fimm yfir bestu veitingastaði í Reykjavík

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni

Jólaævintýri Marentzu Poulsen á Flórunni. Marentza Poulsen hefur kennt okkur margt. Fyrst man ég eftir henni þegar hún stóð vaktina við jólahlaðborðin á Loftleiðum. Með bros á vör benti hún fólki að fara margar ferðir og blanda ekki öllu saman. Síðan hef ég fylgst með öllu sem frá henni kemur af miklum áhuga.