Súkkulaðimús, holl og fljótleg

Súkkulaðimús, holl og fljótleg. EGGJALAUS EFTIRRÉTTUR GRAND MARNIER EFTIRRÉTTUR SÚKKULAÐI JAMIE OLIVER
Súkkulaðimús sem er hvorki með rjóma né eggjum kann að hljóma framandi í fyrstu en mikið óskaplega er þetta bragðgott.

Súkkulaðimús, holl og fljótleg

Hugmyndin að þessum eftirrétti kom þegar ég horfði á þátt með Jamie Oliver. Stundum gengur svo mikið á hjá honum í eldhúsinu og það liggur við að maður finni fyrir sjóriðu… Annars er ég nokkuð ánægður með Jamie Oliver, hann er farinn að tala fyrir grænmetisfæði hvetur fólk til að borða meira grænmeti.

Súkkulaðimús sem er hvorki með rjóma né eggjum kann að hljóma framandi í fyrstu en mikið óskaplega er þetta bragðgott.

☀️

SÚKKULAÐIMÚSTÓFÚGRAND MARNIEREFTIRRÉTTIREGGJALAUS

☀️

Súkkulaðimús, holl og fljótleg

200 g dökkt gott súkkulaði

700 g silkitófú

2 msk hlynsíróp eða gott hunang

börkur af eini sítrónu + smá safi

1 msk vanillusykur

1 msk Grand Marnier

pínulítið af chili

1/3 tsk salt

Bræðið súkkulaði í vatnsbaði. Kreistið mesta vökvann af tófúinu í grisju, setjið það síðan í matvinnsluvél og bætið öllu í nema súkkulaðinu. Þeytið í tvær mínútur. Bætið þá súkkulaðinu í og þeytið þar til blandan er orðin silkikennd.

Hellið í skál eða í glös. Skreytið með súkkulaðispónum eða bræddu súkkulaði og jarðarberi. Berið fram.

☀️

SÚKKULAÐIMÚSTÓFÚGRAND MARNIEREFTIRRÉTTIREGGJALAUS

HOLL OG FLJÓTLEG SÚKKULAÐIMÚS

☀️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Grillað lambalæri Kjartans

Hæg-grillað lambalæri er hreinasta afbragð. Gott er að taka lærið úr frosti nokkrum dögum áður og láta það þiðna í ísskáp, til að leyfa prótínunum að brotna svolítið niður. Best er að hafa kjöt (allt kjöt) við stofuhita þegar það er steikt. Kjartan Örn lætur lítið til sín taka í eldamennsku í eldhúsinu, en er þess fljótari að fara um eins og stormsveipur eftir matinn og taka til. Þegar komið er út á verönd, breytist hann aftur á móti í listakokk og grillar allt milli himins og jarðar. Þetta er nefnilega hans svæði, þótt frúin eigi eldhúsið.

Dórukex

Dórukex

Dórukex. Hef marg oft áður skrifað hér um matarást mína á Dóru í eldhúsi Listaháskólans, af henni hef ég lært fjölmargt í gegnum tíðina. Dóra hefur sérhæft sig í hollum og góðum mat, mat sem fólk á öllum aldri ætti að borða daglega (mest grænmeti, hnetur, ávextir, fræ og lítið af dýraafurðum). Heilsa okkar er beintengd því sem við borðum, það er ágætt að hafa hugfast að flestir svonefndir menningarsjúkdómar eru matartengdir.