Apríkósu- og kasjúkúlur

Apríkósu- og kasjúkúlur apríkósur kasjúhnetur kanill kókosmjöl raw food Silla páls hráfæði nammikúlur
Apríkósu- og kasjúkúlur

Apríkósu- og kasjúkúlur

Þessar hollu kúlur er upplagt að útbúa daginn áður, jafnvel tveimur dögum áður. Þær verða bara betri við að standa aðeins í ísskáp. 

APRÍKÓSURKASJÚHNETURHRÁFÆÐI

.

Apríkósu- og kasjúkúlur

450 g apríkósur

1 dl kasjúhnetur

2 msk kókosolía, fljótandi

2 msk kókosmjöl

1 msk síróp

1 tsk kanill

1/2 tsk vanilla

smá chili

1/2 tsk salt

2 dl kókosmjöl

Setjið apríkósur, möndlur, kókosolíu, kókosmjöl, síróp, kanil, vanillu, chili og salt í matvinnsluvél og maukið (ekki samt of fínt). Mótið kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu. Kælið.

Kókosmjöl kanill Apríkósu- og kasjúkúlur
Apríkósu- og kasjúkúlur

Ljósmyndir Silla Páls

.

APRÍKÓSURKASJÚHNETURHRÁFÆÐI

— APRÍKÓSU- OG KASJÚKÚLUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sænskar semlor

semlur

Sænskar semlor. Svíar byrja öllu fyrr að baka bolludagsbollur en við. Fljótlega upp úr áramótum fara að sjást semlor í bakaríum. Kannski er alveg ástæðulaust að tengja bollur við ákveðinn dag, einu sinni á ári. Sænskar semlur eru afar ljúffengar og runnu vel niður í maga okkar í síðustu ferð til Svíþjóðar.

Tante Anne – Det er dejligt

Tante Anne. Birna Sigurðardóttir skrifaði grein um Litu ömmu sína í blað Franskra daga, þar rifjar hún upp köku sem Lita bakaði gjarnan og var í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni og fleirum. Amma hennar var dönsk og hét fullu nafni Lita Bohn Ipsen Sigurðsson. Hún var læknir eins og eiginmaður hennar Haraldur Sigurðsson og flutti með honum til Fáskrúðsfjarðar þegar hann var skipaður þar héraðslæknir árið 1940.