HVÍT JÓL – verðlaunasmákökur

sætt kókosmjöl kókosmjöl (sweetened coconut flakes Carola, smákökur, smákökusamkeppni, Kornax CAROLA IDA KÖHLER ÁSDÍS HJÁLMTÝSDÓTTIR jólasmákökur smákökur jólabakstur
HVÍT JÓL – SIGURVEGARINN í Smákökusamkeppni Kornax 2018

Hvít jól

Carola sigraði með glæsibrag í smákökusamkeppni Kornax í ár. Passlega sætar smákökur og sítrónusmjörið gerði frískandi bragð. Toppurinn var svo hvíta súkkulaðið og gullsnjórinn þar ofan á. Carola er vel að fyrsta sætinu komin. Bökum smákökur gott fólk.

SMÁKÖKUR  JÓLINCAROLA

.

Hvít jól 

1 ¾ bolli hveiti
½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
115 g smjör (mjúkt)
½ bolli púðursykur
½ bolli sykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
Rifið hýði af einni sítrónu
2 msk sítrónusafi
1 ½ bolli rifinn kókos, mjúkur úr pokum (sjá mynd fyrir neðan)
100 g hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Síríus

Fylling:

2 dl lemon curd
3 dl kókosflögur (muldar gróft)

Súkkulaðihjúpur:

200 gr hvítir súkkulaðidropar frá Nóa Siríus

Hitið ofninn í 180°C, setjið kókosflögur á bökunarpappír í ofnskúffu og ristið í ofni í um.þ.b.. 5 mín. (Passið að brenna ekki, á að vera gullið á lit).
Hrærið mjúku smjöri og sykri saman, bætið við eggi, vanilludropum, rifnum sítrónuberki og sítrónusafa við deigið, hrærið þar til það hefur blandast vel saman. Þá er hveiti, lyftidufti og salti bætt við. Blandið að lokum kókosflögum og hvítu súkkulaði saman við.
Setjið inn í ísskáp í um.þ.b. 30 mín, búið til kúlur og setjið á bökunarpappír.
Þrýstið þumli í miðja kökuna til að búa til góða holu.
Hrærið saman lemon curd og kókosflögum í skál. Setjið þá góða teskeið af fyllingu í hverja köku og bakið í um.þ.b. 12 mín við 180°C. Kælið kökurnar.
Bræðið 200 gr af hvítum súkkulaðidropum yfir vatnsbaði og setjið yfir hverja köku með teskeið. Skreytið að vild.

kókosmjöl (sweetened coconut flakes
Sigurvegararnir í Smákökusamkeppni Kornax 2018. Elenóra Rós, Carola og Ásdís

— HVÍT JÓL – VERÐLAUNASMÁKÖKUR —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.