Matarborgin Portó í Portúgal

Matarborgin Portó í Portúgal porto portugal portvín púrtvín MATARBORGIR
Portó í Portúgal

Matarborgin Portó í Portúgal

Hafandi verið í Lissabon fyrir nokkrum mánuðum reiknuðum við frekar með að Portó væri keimlík þegar kemur að mat og öðru honum tengt. Sú reyndist ekki vera raunin. Á vegum Heimsferða fórum við Bergþór í borgarferð til Portó og átum á okkur gat á hverjum degi. Við nutum góðrar aðstoðar Sigrúnar Knútsdóttur við skipulagninguna, auk þess notuðum við netið og fengum góð ráð frá fjölmörgum Portó-förum.

MATARBORGIRPORTÓPORTÚGALPORTVÍN

.

Matarborgin Portó í Portúgal
Portó kom á óvart. Það er um óteljandi staði að ræða, hægt að borða ágætis máltíð á óformlegum stöðum fyrir 4-8 evrur, allt upp í að velja um nokkra Michelin staði.

 

Matarborgin Portó í Portúgal Tápmikill hópur Íslendinga fór saman á O Freitas veitingastaðinn til að bragða þar á fjölmörgum þjóðlegum portúgölskum réttum og við urðum ekki fyrir vonbrigðum
Tápmikill hópur Íslendinga fór saman á O Freitas veitingastaðinn til að bragða þar á fjölmörgum þjóðlegum portúgölskum réttum og við urðum ekki fyrir vonbrigðum

 

Matarborgin Portó í Portúgal Efri röð frá vinstri: Grænsúpa (Caldo verde), grilluð pylsa, grillaðar sardínur. Neðri röð frá vinstri: Vambapottréttur (tripas), saltfiskréttur og Franchesina (samlokan fræga).
Efri röð frá vinstri: Grænsúpa (Caldo verde), grilluð pylsa, grillaðar sardínur. Neðri röð frá vinstri: Vambapottréttur (tripas), saltfiskréttur og Franchesina (samlokan fræga).

 

Matarborgin Portó í Portúgal intercontinental finnbogi hotel Ingibjörg vigfúsdóttir
Afternoon tea á InterContinental með heiðurshjónunum Finnboga og Ingibjörgu

 

Tapisco Porto saltfiskur portúgal Á Tapisco Porto fengum við salat, saltfisk, nautasteik og djúpsteiktan humar í svörtu brauði. Einn réttur borinn fram í einu og ætlast til að gestir við borðið deildu réttum.
Á Tapisco Porto fengum við salat, saltfisk, nautasteik og djúpsteiktan humar í svörtu brauði. Einn réttur borinn fram í einu og ætlast til að gestir við borðið deildu réttum.

 

Guarany restaurant porto portugal Guarany restaurant porto portugal

Kolkrabbi og eftirréttur á Guarany

 

VOUGE kaffihúsið í Porto er eitt smartasta kaffihúsið í borginni
VOUGE kaffihúsið í Porto er eitt smartasta kaffihúsið í borginni

 

 Bacalhau à brás saltfiskur saltfiskréttur
Einn af fjölmörgum saltfiskréttum sem við smökkuðum: Bacalhau à brás

 

Bacalhau à brás

400 g saltfiskur
500 g kartöflur
1 stór laukur
1 hvítlauksrif
Ólífuolía
6 egg
Salt og pipar
Svartar ólífur og steinselja

Útvatnið saltfiskinn, roðflettið, beinhreinsið og rífið smátt í höndum.
Tætið kartöflur í strimla í matvinnsluvél og laukinn í þunna hringi.
Steikið kartöflurnar á pönnu og geymið til hliðar á eldhúspappír.
Steikið lauk og hvítlauk þar til gullið, bætið saltfiski á pönnuna í nokkrar mínútur, eða þar til olía er uppurin.
Bætið kartöflum út í og hrærið meðan léttþeyttum eggjum er bætt í ásamt salti og pipar.
Hrærið í nokkrar mínútur, takið hitann af áður en eggin harðna og verða að omelettu.
Búið til kringlóttar kökur og setjið eggjarauðu í miðjuna.
Borið fram heitt, með steinselju og svörtum ólívum.

Pastel de nata er lítil smjördeigsskál með eggjavanillubúðingi kanill flórsykur
Pastel de nata

Pastel de nata

Pastel de nata er lítil smjördeigsskál með eggjavanillubúðingi. Það er eiginlega ekki hægt að fara til Portó nema fá sér einu sinni á dag Pastel de nata ef ekki tvisvar. Oftar en ekki er á afgreiðsluborðinu staukur með kanil og annar með flórsykri. Hefðin er að strá öðru hvoru yfir.

Portvín eða púrtvín portari púrtari Portvín er kennt við borgina Portó og er framleitt þar. Við eigum víst að segja portvín en ekki púrtvín. Kona ein leiðrétti mig mjög ákveðið fyrir nokkrum árum og sagði „Landið heitir ekki Púrtúgal"
Portvín er kennt við borgina Portó og er framleitt þar. Við eigum víst að segja portvín en ekki púrtvín. Kona ein leiðrétti mig mjög ákveðið fyrir nokkrum árum og sagði „Landið heitir ekki Púrtúgal”

 

MATARBORGIRPORTÓPORTÚGALPORTVÍN

.

 

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.