Kærleikskleinur Bjargar

Björg pétursdóttir steiktar kleinur nýsteiktar kleinur kærleikskleinur ERLINGUR
Björg fær sér nýsteiktar kærleikskleinur og kaffi með

Kærleikskleinur Bjargar

Björg Pétursdóttir söngkona stakk uppá að steikja kærleikskleinur fyrir bloggið. Hugmyndina nefndi ég við hana að morgni og seinnipartinn var hún búin að steikja kleinurnar.

Hvað eru kærleikskleinur? „Árið 2015 greindist besta vinkona mín með brjótakrabbamein. Brjóstið var tekið og hún fór í meðferð og allt leit vel út í fyrstu. Þegar meinið tók sig upp aftur ákváðum við Erlingur að vera með fjáröflun fyrir hana og hennar fjölskyldu með því að steikja kleinur og sitthvað annað bakkelsi. Kleinurnar okkar fengur nafnið Kærleikskleinur og voru sagðar þær bestu í heimi. Fólk pantaði aftur og aftur. Við seldum vel af kleinunum og öll innkoma fór til elsku Kæju. Við gerðum þetta svo aftur 2018 þegar krabbinn var komin í líffærin. Við sjáum sko ekki eftir þeim tíma sem fór í það að steikja kleinurnar.
Kæja lést í ágúst í fyrra og var boðið upp á Kærleikskleinurnar í erfidrykkjunni hennar.”

🍀

KLEINURÍSLENSKTKAFFIMEÐLÆTI

🍀

Snúið upp á kleinurnar fyrir steikingu

Kærleikskleinur Bjargar

1 kg hveiti
300 g sykur
100 g smjörlíki
2 egg
2 tsk lyftiduft
2 tsk hjartarsalt
500 ml súrmjólk
1 tsk vanilludropar
1 tsk kardemommudropar
1 tsk sítrónudropar

Blandið þurrefnunum saman og blautefnum saman.
Skellið svo öllu saman í skál og hnoðið í hrærivél með króknum.
Setjið deigið á hveitistráð borð og hnoðið þangað til það er ekki lengur klístrað.
Gott er að skipta deginu í tvo parta því degið er frekar mikið.
Fletjið deigið út, skerið út tígla og smá gat í miðjuna, takið annan endan á tíglinum og setjið inn í gatið og dragið í gegn.
Þegar komið er að því að steikja kleinurnar er gott að nota til dæmis Palmín steikingarfeiti. Bræðið fituna í góðum potti. Gott er að nota smá deigbút til að setja út í til að athuga hvort feitin sé tilbúin til notkunnar. (VARÚÐ, FEITIN VERÐUR MJÖG HEIT)
Setjið ca 5-6 kleinur í pottinn í einu, snúið þeim við með fiskispaða til að steikja kleinurnar þar til þær verða gullinbrúnar.
Veiðið kleinurnar upp úr pottinum og setjið þær á ofnskúffu sem búið er að klæða með eldhúspappír eða hreinu viskastykki.
Fáið ykkur þér svo kleinur og ískalda mjólk með. Kærleikskveðjur, Björg

🍀

— BRAUР— BAKSTUR — BOLLUR — KAUPMANNAHÖFN — LEMON CURD —

Kærleikskleinur Bjargar

🍀

KLEINURÍSLENSKTKAFFIMEÐLÆTI

— KÆRLEIKSKLEINUR BJARGAR —

🍀

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi

Kaldur brauðréttur úr Gnúpverjahreppi. Konurnar í kvenfélagi Gnúpverja stóðu fyrir glæsilegu kaffisamsæti og fengu okkur Bergþór til að tala um líf okkar, borðsiði og ýmislegt skemmtilegt. Meðal þess sem var á boðstólnum var þessi kaldi brauðréttur sem bragðaðist undurvel. Hér má sjá meira um veisluna þeirra og fyrirlesturinn

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna – mögnuð áhrif cayennepipars

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna. Áhrif cayennepipars eru fjölmörg og alveg mögnuð eins og hér kemur fram í grein sem Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur skrifar. Þar vísar hún í fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum cayennepipars

Veisla í Hveragerði í boði Betu Reynis

Frá því í haust hef ég reglulega hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing. Saman höfum við grandskoðað mataræði mitt með það fyrir augum að lifa betra lífi. Beta Reynis tók ljúflega áskorun að vera gestabloggari - það vafðist nú ekki fyrir henni frekar en annað „Í Hveragerði búa mætir vinir mínir og ég er svo heppin að þau hafa mikla trú á matargerð minni og hafa sýnt það og sannað að matarást er fullkomin ást. Soffía Theodórsdóttir og maðurinn hennar Sveinbjörn Sveinbjörnsson eða Denni eins og hann er kallaður, búa í fallegu húsi með opið eldhús og er óendalega gaman að elda hjá þeim og taka þátt í gleðinni þegar þau halda boð."