Pure Deli – besta súpa á Íslandi

Pure Deli – besta súpa á Íslandi

Sætabrauðsdrengirnir borðuðu saman á Pure Deli í Listasafni Kópavogs (við hliðina á Salnum) fyrir jólagleðitónleikana og ég verð nú að deila því með ykkur að þar fæst besta súpa á Íslandi. Kókoskarrýkjúklingasúpa sem er borin fram með ristuðu súrdeigsbrauði og heimagerðu pestói. Þessi súpa toppar allar súpur og þið bara verðið að fara og smakka hana. 

Hollar vefjur á Pure Deli bragðast afar vel, eru ljúffengar og fara vel í maga.

PURE DELIVEITINGASTAÐIRÍSLAND

Vefjur

Tveir Pure Deli staðir eru á höfuðborgarsvæðinu, annar í Gerðarsafni og hinn í Urðarhvarfi

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....