Pure Deli – besta súpa á Íslandi
Sætabrauðsdrengirnir borðuðu saman á Pure Deli í Listasafni Kópavogs (við hliðina á Salnum) fyrir jólagleðitónleikana og ég verð nú að deila því með ykkur að þar fæst besta súpa á Íslandi. Kókoskarrýkjúklingasúpa sem er borin fram með ristuðu súrdeigsbrauði og heimagerðu pestói. Þessi súpa toppar allar súpur og þið bara verðið að fara og smakka hana.
Hollar vefjur á Pure Deli bragðast afar vel, eru ljúffengar og fara vel í maga.
— PURE DELI — VEITINGASTAÐIR — ÍSLAND —
Tveir Pure Deli staðir eru á höfuðborgarsvæðinu, annar í Gerðarsafni og hinn í Urðarhvarfi