Auglýsing
Sítrónutíramísú snittur með reyktum laxi reyktur lax Eplasalat með súkkulaði og gráfíkjum Sveppahnetusteik hnetusteik sveppasósa Sætkartöflumús með hvítu súkkulaði kartöflumús hvítt mús Steiktar andabringur önd endur Bergþór Kristín Ragnarsdóttir Ragna Ragnars Sólrún björnsdóttir guðrún sveinsdóttir albert jólaboð jólamatur veisla jólin jól aðventa Silla Páls ljósmyndari
Skálað í jólaboði fyrir Húsfreyjuna. Bergþór, Kristín, Ragna, Sólrún, Guðrún og Albert

Á jólunum vilja margir hafa allt í föstum skorðum. Ef gera á breytingar á matnum um hátíðarnar, er því gott að kynna slíkt fyrir heimilismeðlimum með góðum fyrirvara, svo að allir verði sáttir. Á mínu æskuheimili stakk mamma einu sinni upp á því, rétt fyrir jól, að hafa hangikjötið á öðrum degi jóla, en ekki í hádeginu á jóladag, eins og við vorum alin upp við. Þá urðum við systkinin ansi langleit og úr varð að hangikjötið var snætt í hádeginu á jóladag, eins og við vorum vön.

Kristínu og Rögnu skenkt í glösin

Á jólum, eins og á öðrum tímum, erum við að skapa minningar fyrir næstu kynslóðir. Það er gott að minna sig á það og einnig að engum á að þurfa að líða illa á jólum eða öðrum tíma. Hlúum að okkur sjálfum yfir þessa dimmu mánuði og látum fólk í kringum okkur ekki afskiptalaust. Jólin eru dásamlega afslappandi og endurnærandi tími, sama á hvaða degi hangikjötið er snætt eða hvort það er yfirhöfuð snætt á jólum.

Guðrún og Sólrún
Steiktar andabringur

Steiktar andabringur

4 andabringur
3 msk olía
2 laukar
2 stilkar sellerí
5-6 gulrætur
1 grænt epli
1 b sveskjur
2/3 dl Grand Marnier
Salt og pipar

Snöggsteikið andabringur í vel heitri olíu, kryddið með salti og pipar og takið til hliðar. Skerið lauk og sellerí gróft og steikið í sömu olíu. Bætið við á pönnuna gulrótum og eplum í bitum ásamt sveskjum og Grand Marnier. Setjið grænmetið í eldfast form kryddið með salti og pipar. Leggið bringurnar ofan á og setjið í ofn á 50°C í klst og hækkið hitann í 200° síðustu 10 mínúturnar. Ath að tíminn fer eftir þykkt bringanna.

Sætkartöflumús með hvítu súkkulaði

Sætkartöflumús með hvítu súkkulaði

1 stór sæt kartafla
2 msk smjör eða kókosolía
1 hvítlauksrif, saxað fínt
smá chili
salt og pipar
1 tsk cummín
1/2 tsk múskat
70-100 g hvítir súkkulaðidropar

Afhýðið kartöfluna, skerið í grófa bita og sjóðið. Hellið af henni vatninu, bætið við smjöri, chili, salti, pipar, cummíni og múskati. Maukið með töfrasprota eða gamla góða kartöflupressaranum. Bætið hvítu súkkulaðidropunum við í restina.

Sveppahnetusteik

1/2 b ólífuolía
2 stilkar sellerí, saxaðir
1 stór laukur, saxaður
2 b fínt saxaðir sveppir
2 tsk rósmarín
1/2 tsk salt
1/2 tsk pipar
1/3 b saxaðir sólþurrkaðir tómatar
1/3 b hvítvín
3 egg
1 b rasp
1 tsk lyftiduft
1 b saxaðar valhnetur
1/2 b sólblómafræ
1/2 b tómatsósa

Hitið olíuna á pönnu léttsteikið sellerí og lauk. Bætið við sveppum og kryddi og steikið áfram þar til sveppirnir hafa tekið fallegan lit (ca 4 mín). Bætið við sólþurrkuðum tómötum, og hvítvíni – látið sjóða í um 2 mín. kælið

Hrærið saman eggjum, raspi, lyftidufti, tómatsósu og bætið út í sveppablönduna ásamt valhnetum og sólblómafræjum. Bakið í ofni 150° í um klst. Látið standa í 10-15 mín áður en þið skerið niður.

Eplasalat með súkkulaði og gráfíkjum

3 dl rjómi
2 msk mæjónes
2 rauð epli
50 g dökkt gott súkkulaði
1 dl gráfíkjur
Stífþeytið rjómann. Bætið mæjónesi saman við. Skerið eplin frekar gróft, saxið súkkulaðið og gráfíkjurnar og bætið við rjómann. Látið standa í um klst. áður en er borið á borð.

Sveppasósa með hnetusteik

Sveppasósa með hnetusteik

1 1/2 b niðursneiddir sveppir
2 b grænmeti, t.d.gulrætur, sellerí, lauk,
5 msk góð olía
2 hvítlauksrif, söxuð
2-3 msk villisveppir, saxaðir
1 tsk estragon
1 tsk timian
grænmetiskraftur
salt og pipar
1/2 b kókosmjólk
2-3 msk sérrý
sósulitur ef þarf

Steikið sveppi á pönnu í olíu, bætið við grænmetinu og villisveppunum. Kryddið. bætið við kókosmjólk og sérrýi og sjóðið í um 10 mín.
Maukið í blandara eða með töfrasprota. Þykktin á sósunni ákvarðast af magni kókosmjólkurinnar, þannig að nauðsynlegt er að fylgjast vel með þegar hún er sett út í.

Sítrónutíramísú

Sítrónutíramísú

1 dl Limoncello
1 pk Lady fingers
Safi úr einni sítrónu
2 msk sykur
⅓ tsk salt
250 g mascarpone
3 dl rjómi
1 dl sykur
Sítrónubörkur til skrauts.

Hitið saman í potti Limoncello, sítrónusafa og sykur. Setjið sítrónubörkinn út í til að mýkja hann. Sigtið börkinn frá og látið safann kólna. Dýfið Lady fingers í safann og raðið í botninn á formi. Stráið saltinu yfir. Stífþeytið rjóma með sykri, bætið við mascarpone og þeytið áfram þangað til hann verður kekkjalaus. Hellið yfir kökurnar og dreifið sítrónuberki yfir. Kælið.

Rabarbara- og engiferdrykkur

2-2,5 kg rabarbari
4 l vatn
2 b sykur
1 1/2 b gróft saxað engifer (eða í sneiðum)
safi úr 1 sítrónu
1/2 tsk salt
1 b sólberjasaft (eða rúmlega það)

Setjið vatn, sykur, engifer, sítrónusafa, salt og sólberjasafa í pott og sjóðið í um 10 mín. Skerið rabarbarann í grófa bita og bætið saman við. Látið sjóða í um 5 mín. Slökkvið undir og látið kólna í pottinum. Sigtið safann frá og setjið á flöskur. Kælið. Drykkinn þarf að þynna, með vatni, freyðivíni eða sódavatni.

Snittur með avókadó og reyktum laxi

8-10 sneiðar af snittubrauði
2-3 msk olífuolía
2 harðsoðin egg
2 avókadó, marið með gaffli
⅓ agúrka, söxuð smátt
1 dl saxaður blaðlaukur eða rauðlaukur
2 msk mæjónes
1 smátt saxaður hvítlauksgeiri
Salt og pipar
150-200 g lax
Dill og rauðlaukur til skrauts

Brúnið brauðið í olíunni á vel heitri pönnu. Blandið saman eggjum, avókadó, gúrku, blaðlauk, mæjónesi, hvítlauk, salti og pipar. Látið bíða í ísskáp í amk klst.
Setjið laxasneiðar ofan á brauðið og salatið þar ofan á. Skreytið með dilli og rauðlauk.

Jólakaka

Jólakaka

2,5 dl rúsínur
2,5 dl döðlur, saxaðar
2 dl  kokteilber skorin í tvennt
100 g súkkat
2 msk sítrónusafi
2 msk appelsínusafi
1,5 dl sérrý
Blandið saman í skál og látið standa í ísskáp yfir nótt.
225 g smjör
225 g púðursykur
150 g rjómasúkkulaði með karamellukurli
4 egg
1 msk fínt rifinn sítrónubörkur
1 msk fínt rifinn appelsínubörkur
2 msk appelsínumarmelaði
300 g hveiti
2 tsk allrahanda
1 tsk kanill
1/2 tsk múskat
½ tsk salt

Setjið bökunarpappír í botn og hliðar. Þeytið smjör og sykur þar til létt.
Blandið berki og marmelaði við. Bætið eggjum við, einu í einu.
Sigtið hveiti út í og bætið við allrahanda, kanil ásamt ávöxtunum, múskati og salti (ef ávextirnir hafa ekki tekið allan vökvann upp, síið hann þá frá).
Hrærið og hellið í formið. Bakið við 150°C í 100 mín.

Auglýsing