Mackintosh’s íssósa – restin af molunum í pott ásamt rjóma og úr verður afbragðs íssósa

Mackintosh's íssósa gunnar bjarnason machintosh makkintoss Íssósa úr Mackintosh's molum mackintosh makkintoss  Quality Street konfektmolar konfekt karamellusósa
Íssósa úr Mackintosh’s molum

Mackintosh’s íssósa

Mackintosh’s eins og við þekkjum það var fyrst framleitt árið 1936. Hinsvegar heitir Mackintosh’s Quality Street (nema á Íslandi) og er framleitt af Nestlé en var í upphafi framleitt af Mackinthos. Quality Street er eftir samnefndu leikriti eftir J. M. Barrie, en hann er hvað þekktastur fyrir Pétur Pan.  Nema hvað… Þegar allir „bestu molarnir” eru búnir er upplagt að setja restina í pott með nokkrum matskeiðum af rjóma og bræða við lágan hita og nota sem íssósu. Í öllum bænum deilið þessu með fólki sem dáir Mackintosh´s (hver gerir það ekki?).

KONFEKTJÓLINÍSSÓSUR

.

Mackinthos Quality street
Quality Street er framleitt af Nestlé en var í upphafi framleitt af Mackinthos
Innihald úr Mackintosh’s dós árið 2019
Innihald úr Mackintosh’s dós árið 2015

Myndina af molunum tók Gunnar Bjarnason.

.

KONFEKTJÓLINÍSSÓSUR

— MACKINTOSH ÍSSÓSA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla