
Rúsínusmákökur
Viðar Gunnarsson kom með þessar klassísku, dásamlegu smákökur þegar Sætabrauðsdrengirnir slógu upp kaffiboði fyrir Kökublað Vikunnar „Þessi uppskrift hefur verið bökuð í fjölskyldunni hjá okkur um árabil og er þessi uppskrift komin til okkar frá Siglufirði.”
— SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR — SMÁKÖKUR – JÓLIN – SIGLUFJÖRÐUR —
.
Rúsínusmákökur
1 bolli rúsínur, smátt saxaðar
2 bollar haframjöl
2 bollar hveiti
2 b sykur
175 gr smjör, lint
2 egg, stór
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
Setjið þurrefnin fyrst í skálina og hrærið saman. Bætið síðan eggjum og smjöri saman við og hnoðið saman. Leggið deig í plastfilmu og rúllið í þrjár langar pylsur og geymið í ísskáp í tvo til þrjá tíma eða yfir nótt.
Skerið pylsurnar síðan niður, hverja þeirra í rúmlega 30 sneiðar og leggið kökurnar á bökunarplötu, þrýstið létt með gaffli ofan á og bakið við 200°C í 4- 9 mín. (fer eftir ofnum).
.

🎄
— SÆTABRAUÐSDRENGIRNIR — SMÁKÖKUR – JÓLIN – SIGLUFJÖRÐUR —
🎄
