Rúsínukökur

Rúsínusmákökur

Viðar Gunnarsson kom með þessar dásamlegu smákökur þegar Sætabrauðsdrengirnir slóu upp kaffiboði fyrir Kökublað Vikunnar „Þessi uppskrift hefur verið bökuð í fjölskyldunni hjá okkur um árabil og er þessi uppskrift komin til okkar frá Siglufirði.”

— SÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSMÁKÖKURJÓLINSIGLUFJÖRÐUR

.

Rúsínusmákökur

1 bolli rúsínur, smáttsaxaðar
2 bollar haframjöl
2 bollar hveiti
2 bollar sykur (tæplega)
175 gr smjör, lint
2 egg, stór
1/2 tsk salt
1 tsk natrón
1 tsk lyftiduft.

Setjið þurrefnin fyrst í skálina og hrærið saman. Bætið síðan eggjum og smjöri saman við og hnoðið saman. Búnar til góðar pylsur og geymt í ískáp í tvo til þrjá tíma eða yfir nótt.

Skerið pylsur síðan niður í sneiðar og kökurnar settar á bökunarplötu og þrýst aðeins með bökunarspaða ofan á og bakið við 200°C í 4- 9 mín (fer eftir ofnum). Úr uppskriftinni fást ca. 100 stk.

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Íslensk jarðarber – það jafnast ekkert á við þau

Íslensk jarðarber. Það jafnast ekkert á við fersk íslensk jarðarber, þau eru sæt, falleg og bragðmikil. Eftir að hafa skoðað Garðyrkjustöðina Silfurtún á Flúðum (sem framleiða Silfurber) lýsi ég því hér með yfir að ég mun alltaf velja þau fram yfir hin innfluttu. Mun hvorki sjá jarðarberin í Costco né annarsstaðar komist ég hjá því. Ekkert skordýraeitur er notað við framleiðsluna á Silfurtúni. Auk þess sem sem þau taka sér ekki far með flugvélum þúsundir kílómetra.  Hægt er að fá fersk jarðarber frá fjölskyldunni á Silfurtúni svo að segja allt árið.

Kókosbolludraumur – alveg hreint sjúklega gott

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kókosbolludraumur. Stundum þarf maður á því að halda að sukka, sukka feitt.
Ég gat ekki með nokkru móti hætt að „smakka aðeins meira" Föstudagskaffið í vinnunni er unaðsleg samkoma og ómissandi. Björk kom með þessa undurgóðu sprengju með kaffinu. Rice krispies botn er marengsbotn með Rice krispies, það má líka nota venjulegan marengs. Ef þið notið banana þá er ágætt að blanda þeim við rjómann eða dýfa þeim í sítrónuvatn svo þeir verið ekki svartir. Þeir sem ekki vilja nota sérrý í botninn geta haft ávaxtasafa og síðast en ekki síst: þið sem eruð í megrun gleymið þessu :)

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni. Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær - það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.

Spínatsalat með jarðarberjum

Spínatsalat með jarðarberjum. Það má vel hafa sumarleg salöt á öðrum tímum en yfir hásumarið. Nú fæst ferskt gott grænmeti allt árið og æskilegt að fólk borði meira af því. Ef það verður afgangur af salatinu má taka pastað úr og nota restina í bústið.