Skelfiskmarkaðurinn

Skelfiskmarkaðurinn er rúmgóður og skiptist í nokkur rými, svo að hann er mjög notalegur, fallega hannaður og „grand“, lýsingin ljúf. Allt svo vandað og klassískt, spegillinn augnayndi. Frá hluta staðarins sést inn í eldhús og án þess að það sé truflandi, verður manni litið þangað inn, en þar er áberandi snyrtilegt. Fínar litabækur komu strax fyrir börnin. Uppvaskarar fá sjaldan hrós, en það er ástæða til að nefna hve allt var fallega hreint og gljáði á glösin.

Jólamatseðillinn samanstendur af blönduðum forréttaturni, Wellington nautalund og jóla-ostaköku.

Þjónustan á Skelfiskmarkaðnum er fagleg og hlýleg, þjónafötin voru stórbláköflótt, fallega hönnuð og smekkleg

Seðillinn á Skelfiskmarkaðnum er mjög fjölbreyttur, og við brögðuðum allnokkra rétti.

Stökkur og bragðgóður smokkfiskurinn Calamare með remúlaði. Macmurray Pinot noir hrikalega gott með smokkfiski og Poully-Fuissé frá Chanson 2015

Rækjukokteill með þúsundeyjasósu, sannkallaðar lúxusrækjur á ísmolum með brakandi salatblöðum

Nautatartar með lynghænueggi, ferskt, fallegt og ljúffengt. Dijon og laukur. Með þessu var borið fram Létt pinot noir

Seitan er deig úr glúteini með kartöflum og brokkolí

Hrossasteik elduð rare, piparsósa og sveppir og borið fram með fr La Grola frá Allegrini 2015

Bleikja með pestó, parmesan og heslihnetum. Með henni var borið fram létt og leikandi Rósavín.

Ávextir og cherry ís með möndlum undir

Vanilluís og döðlustykki

Jólaostakaka, ber flórsykur og karamella og jólaglögg, rauðvín, brandy karamella og appelsína

Albert Eiríksson. Myndir: Bragi Bergþórsson

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs

Ítalskur kvöldverður hjá Sibbu Péturs innanhússarkitekt. Fyrir tæpum tuttugu árum tókum við baðherbergið í gegn með aðstoð Sigurbjargar Pétusdóttur innanhússarkitekts sem þá var nýkomin heim úr námi frá Ítalíu. Vala Matt gerði ferlinu skil í hinum geysivinsæla þætti Innlit/útlit á Skjá einum. Í einhverjum æskugalsa fór ég í freyðibað sem var sýnt í þættinum ásamt breytingunni frá upphafi til enda. Baðkarið góða gaf sig fyrr í sumar og þá var ekkert annað í stöðunni en ræsa út Sibbu og úr varð að við settum upp sturtu.

Matarsódi

Matarsódi

Matarsódi: „Mikið rétt ég hef góða reynslu á magavandamálum og brjóstsviða og þar kemur matarsódin sér vel að gagni bara passa að setja helst ekki meira en eina teskeið í meðalstórt glas af vatni"