Jóla- og nýárskveðja

Jóla- og nýárskveðja

Eins og undanfarin ár fórum við í bíltúr að morgni aðfangadags og útdeildum smá jólaglaðningi. Í ár var jólaglaðningurinn svunta merkt alberteldar og súkkulaðijólatré. Meðfylgjandi var útskýring í bundnu máli frá Páli

Svuntuna á þig settu
og jólatréð seinna jettu,
úr sætasta súkkulaði,
en ekki með of miklu hraði.
Hlýi þér hækkandi sólin.
Hafðu það gott um jólin
P.B.

Óskum ykkur gleðilegra jóla og alls hins besta á nýju ári og um ókomna tíð.

— JÓLIN — JÓLAGLAÐNINGURINN —  PÁLL BERGÞÓRSSON — “EIGA ALLT”

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Spergilkáls salat

Spergilkáls salat. Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf

Hvítur dúkur - DSC02333

Hvítir dúkar og ýmis miður hreinleg störf. Þegar við erum búnir, lesari góður, að matreiða eitthvað af þeim réttum, sem hér eru skráðir að framan, þá þurfum við að hugsa eitthvað fyrir að bera þá á borð. Þess er getið, við marga réttina, hvernig þeir eru bornir á borð; en borðið þarf sjálft að vera vel hreint eða helzt lagt hvítum og hreinum dúk, einnig er gott að hafa hvíta vaxdúka, sem þvo má eptir hverja máltíð, sérstaklega á sumrum, þá fólk er við ýms miður hreinleg störf.