Jóla- og nýárskveðja

Jóla- og nýárskveðja

Eins og undanfarin ár fórum við í bíltúr að morgni aðfangadags og útdeildum smá jólaglaðningi. Í ár var jólaglaðningurinn svunta merkt alberteldar og súkkulaðijólatré. Meðfylgjandi var útskýring í bundnu máli frá Páli

Svuntuna á þig settu
og jólatréð seinna jettu,
úr sætasta súkkulaði,
en ekki með of miklu hraði.
Hlýi þér hækkandi sólin.
Hafðu það gott um jólin
P.B.

Óskum ykkur gleðilegra jóla og alls hins besta á nýju ári og um ókomna tíð.

— JÓLIN — JÓLAGLAÐNINGURINN —  PÁLL BERGÞÓRSSON — “EIGA ALLT”

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Appelsínu og bláberjaterta

Appelsínu- og bláberjaterta

Appelsínu og bláberjaterta. Sumarleg og fersk terta sem á vel við þessa dagana þegar sólin baðar okkur geislum sínum. Við og við má heyra vangaveltur um hvort hráfæði sé ekki óheyrilega dýrt. Ef til vill er hráefnið eitthvað dýrara en í „venjulegar tertur" en taka verður með í reikninginn hráfæðið þarf ekki að baka, það tekur mun skemmri tíma að útbúa og fólk þarf mun minna af því en öðru kaffimeðlæti. Það sem hins vegar mestu máli skiptir er að hráfæðið er hollt - heilsa okkar er jú verðmæt.