Tyggjó, tyggjó, tyggjó

Tyggjó, tyggjó, tyggjó Tyggjó, kurteisi, borðsiðir, mannasiðir, Marsibil bragadóttir mogensen, Ólafur helena ljósmyndari togleður Ólafur bragason, Bergþór, Albert og Marsibil andremma andfýla
Ólafur, Bergþór, Albert og Marsibil

Tyggjó, tyggjó, tyggjó

Tyggjó er ein elsta sælgætistegund heims, það var fyrst sett á markað árið 1848 í Bandaríkjunum og var það gert úr grenitrjákvoðu. Frá þessu er sagt á Vísindavef Háskólans, þar kemur einnig fram að fljótlega var farið að bæta paraffínolíu út í það til að mýkja og nokkru seinna var farið að bæta bragðefnum við. Helsta vandamál við gerð tyggigúmmís var að finna bragðefni sem entist, en piparminta hefur reynst best. Eftir seinni heimsstyrjöldina lærðu efnafræðingar að búa til gervigúmmí eins og vínýlasetat og pólýísóbútýlen.

Teygt og togað

Í mínu ungdæmi var í móð að teygja tyggjóið í allar áttir og vefja upp á fingurna milli þess sem það var tuggið. Einnig var algengt að teygja það milli þumal- og vísifingra beggja handa og sjúga inn svo myndaðist kúla…. Sem betur fer er þetta ekki lengur í tísku.

Frískandi bragð

Sumir fá sér tyggjó áður en haldið er í boð, rétt til að fá ferskt bragð í munninn. Það getur verið gott svona á síðustu stundu en kannski er enn betra að fá sér litlar góðar og bragðmiklar töflur áður en haldið er af stað í boð því fyrir kemur að það gleymist að henda tyggjóinu.

Smjattað á tyggjóinu

Ef fólk ykkur náið tyggur tyggjó með opinn munninn ættuð þið að benda því á hversu óæskilegt það er og langt frá því að vera smart. Í raun gildir sama einfalda reglan um tyggjó og matinn: Ekki tyggja með opinn munninn!

Andfýla

Fólk finnur ekki alltaf eigin andremmu og því ættu góðir vinir, makar eða aðrir nákomnir að segja fólki af vandamálinu – en í einrúmi og á góðlegan hátt. Held við viljum öll vita af þessu til að geta brugðist við. Hvorki tyggjó né bragðtöflur koma í veg fyrir góða tannhirðu; tannþráð og tannburstun kvölds og morgna. Áður en haldið er á mannamót er gott fyrir sjálfstraustið að bregða tannþræðinum vandlega á milli tannanna, bursta vel og skola síðast með munnskoli.

En með tyggjó í veislunni?

Ef gleymist að henda tyggjóinu áður en í veisluna er komið er hvorki smart að setja það á diskbarminn, undir stólinn né undir borðið. Ef við gleymum okkur alveg og erum ekki með lítið pappírssnifsi til að vefja tyggjóinu í og geyma í vasanum/veskinu þangað til við komum heim er skást í þessum aðstæðum að spyrja húsráðendur hvort/hvar megi henda tyggjóinu.

Pirrandi skrjáf

Sumt tyggjó er í umbúðum með hörðu plasti eða álpappír, það er ónæði þegar skrjáfið í plastinu/álinu glymur t.d. á tónleikum, í kirkju eða í leikhúsi. Taka má tyggjóið úr skrjáfumbúðum og setja í bréfsnifsi áður en haldið er af stað. Þá þarf nú varla að taka fram að það er ekki til fyrirmyndar að henda tyggjói eða öðru á götuna, frekar en sígarettustubbum eða öðru rusli.

BORÐSIÐIRGÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIÍSLENSKT

Myndina tók Helena Stefánsdóttir ljósmyndari

.

— TYGGJÓ, TYGGJÓ, TYGGJÓ —

BORÐSIÐIRGÖMUL RÁÐ OG HÁTTVÍSIÍSLENSKT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.