Jólaglaðningur og útskýring í bundnu máli (frá Páli)

Jólin 2022: Flóruspilið, Bók allra árstíða og hollustu konfekt.

Jólaglaðningur

Hver hefur ekki lent í vandræðum með að finna gjöf fyrir þá sem „eiga allt”? Gjafir sem eyðast eru stórfínar, líka þær sem er hægt að borða. Undanfarin ár, svona rétt fyrir jólin, höfum við farið í bíltúr og fært nokkrum vinum og ættingjum smá jólaglaðning, matarjólaglaðning. Með fylgir útskýring í bundnu máli eftir tengdapabba, Pál Bergþórsson ásamt jóla- og nýárskveðju. Þetta er hin skemmtilegasta útkeyrsla og alls staðar er okkur boðið inn í hressingu. Hér má sjá nokkur dæmi um jólaglaðninginn síðustu ár. 

🔔

JÓLINPÁLL BERGÞÓRSSON“EIGA ALLT”

🔔

Jólaglaðningurinn 2022: Flóruspilið, Bók allra árstíða og hollustu konfekt.

Jólin 2022: Flóruspilið, Bók allra árstíða og hollustu konfekt.

Jólatríó jólum á
jafnan er á ferli,
trítlar bæði til og frá
með tuðru í jólaerli.

🔔

Jólin 2021: Salt frá Saltverki á Reykjanesi og lýsi frá Dropa í Bolungarvík.

Vissulega má vænta þess
að með salla frá Saltverki Reykjaness
og Dropa af D-vítamíni
með deginum birti og hlýni.
                           P.B.

SALTVERKDROPIBOLUNGARVÍK

🔔

 

Vísa Páls með hans rithönd
Jólin 2020: Biscotti, kaffi frá Kaffitári og ilmsápur.
 
Það er enginn hroði
sem er hér í boði;
Ilmsápa indæl
með afbrigðum húðsæl,
Biscotti grjóthart
og kaffi kolsvart.
Blessi ykkur bjarta sólin
sem blíðust um jólin
                  P. B. 
 
 

 
Á jólum skal öllum skynfærum sýna sóma.
Sætabrauðsdrengja raddirnar munu þá hljóma.
 
Gleypa má trufflur úr tiramisu með hraði
En í þeim er rjómaostur og sætt súkkulaði.  
 
Síðan mun verma vorið bjarta og hlýja
Gleðileg jól og gleðilegt árið nýja.                                  

Jólin 2018: Svunta og súkkulaðijólatré

Svuntuna á þig settu
og jólatréð seinna jettu,
úr sætasta súkkulaði,
en ekki með of miklu hraði.
Hlýi þér hækkandi sólin.
Hafðu það gott um jólin

Vanilluextrakt

Jólin 2017: Vanilluexrakt og súkkulaði

Frá póli að pól
um byggðir og ból
berist með þessu blaði
vonir um sól
og vanillujól
og sælkerasúkkulaði.

Ber í rommi

Jólin 2016: Ber í rommi

Kannski er hægt að hugsa sér,
er hækkar blessuð sólin,
ber í rommi bragðist þér
bara vel um jólin.

Sítrónusmjör

2015 Sítrónusmjör/Lemon curd

Við bjóðum líkast til Lemon curd
sem logagyllt seður hvern matarnörd,
því ofan á brauð má það alveg jeta
úr eggjum og smjeri að hætti Breta.

Steinaldarbrauð

Jólin 2014: Steinaldabrauð

Hér kemur þjóðráð við hungursnauð:
Af hollustu þrungið STEINALDARBRAUÐ
og jólakrydd ljúffengt það bragðlaukum býður
og betur en flest gegnum þarmana líður.

Jólaleg bláberjasulta

Jólin 2013: Jólaleg bláberjasulta

Ef bláber og krækiber kremjið þið
og komið þeim saman í pott
með kanel og negul og vanillu við,
þá verður það hollt og flott.
Það eykur á jólanna fegurð og frið
að fá sér í munninn gott.

🔔

JÓLAUPPSKRIFTIRJÓLAGLAÐNINGURJÓLINPÁLL BERGÞÓRSSON“EIGA ALLT”

🔔🔔

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.