Snittubrauð með kjúklingasalati

Snittubrauð með kjúklingasalati kjúklingur  sweet chili sósa KJÚKLINGASALAT salat með kjúklingi
Snittubrauð með kjúklingasalati

Snittubrauð með kjúklingasalati – Þetta brauð má bera fram hvort er heldur heitt eða kalt.

KJÚKLINGURSALÖTKJÚKLINGASALÖT

.

Snittubrauð með kjúklingasalati

1 snittubrauð
1 steiktur kjúklingur, skorinn smátt
1/2 b Sweet chili sósa
1 tsk karrý
1 b rifinn cheddar ostur
1/4 b gráðaostur
2 vorlaukar saxaðir
steinselja til skrauts.

Steikið kjúklinginn og saxið hann smátt og setjið í skál. Bætið við sósunni, karrý, cheddar osti og helmningnum af vorlauknum. Dreifið yfir snittubrauðið. Bakið við 180°C í um 8 mín.
Takið úr ofninum og stráið yfir gráðaosti og vorlauk yfir.

Snittubrauð með kjúklingasalati
Snittubrauð með kjúklingasalati

Ljósmyndir: Silla Páls

.

KJÚKLINGURSALÖTKJÚKLINGASALÖT

— SNITTUBRAUÐ MEÐ KJÚKLINGASALATI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súrdeig frá grunni

SúrdeigSúrdeigsbrauð

Súrdeigsbakstur er ævaforn matreiðsluaðferð og mætti flokkast undir „slow food“. Við fyrstu sýn virðist þetta allflókið, en ef farið er eftir leiðbeiningunum lið fyrir lið, ætti það að reynast léttur leikur. Og umfram allt skemmtilegur!

Til að byrja með þarf að útbúa grunnsúr. Það er tiltölulega auðvelt og gaman, en tekur u.þ.b. 5-7 daga. Ef maður getur ekki beðið, er hægt að kaupa grunnsúr t.d. í Grímsbæ.

 

Smákökur Önnu K.

OPUS

Smákökur Önnu K. Við höfum verið svo lánsamir að vera dómarar í smákökusamkeppni hjá starfsfólki OPUS lögmanna í nokkur ár og fáum með okkur nýjan gestadómara í hvert sinn. Að þessu sinni kom Vigdís Finnbogadóttir með okkur og heillaði alla með ljúfmannlegri framkomu sinni og elskulegheitum. Kormákur gerði sér lítið fyrir og sigraði smákökusamkeppnina. Dómnefndin var sammála um að þessar bragðgóðu smákökur verðskulduðu fyrsta sætið. Þær minntu bæði á Gyðingakökur og Bessastaðakökur.

Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Búrið – ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti

Búrið - ljúfmetisverslun með osta og fleira góðgæti. Góðir alvöru ostar eru alveg ótrúlega góðir. Á Grandanum í Reykjavík rekur Eirný dásamlega búð sem ég fer reglulega í og missi mig. Það er engu líkara en ég sogist út á Grandann og endi með fullt fangið af ostum og fleiru. Ekki nóg með ostana sem þar eru, einnig má fá þar allsskonar sælkeravörur og svo er líka ostaskóli. Við fórum í Ostaskóla Búrsins og komumst að því að við vissum afar lítið fyrir en öllu meira eftir námskeiðið.

Hér er heimasíða Búrsins, sem þið megið bæði læka og deila - áður en þið farið í búðina ;)