Rice Krispies- og sykurpúðakubbar

Rice Krispies  og sykurpúðakubbar sykurpúðar Konráð Jónsson Konni  barnaafmæli Elsa kristín
Rice Krispies- og sykurpúðakubbar

Rice Krispies- og sykurpúðakubbar

Sykurpúðar og Rice Krispies eru kannski ekki það hollasta sem til er en mikið er gott að smakka svona við og við. Feðginin Konráð og Elsa komu með kubbana góðu í fjölskylduboð á dögunum, kubbana sem þau útbjuggu saman

Rice Krispies- og sykurpúðakubbar

4 msk smjör
1 star poki sykurpúðar (ca 600 g)
8 kúfaðir bollar Rice Krispies

Bræðið smjör og sykurpúða í örbylgjuofni, tekur uþb 3 mín. Gott er að taka skálina út og hræra í henni aftur 2 mín. Blandið Rice Krispies saman við og hellið í stórt eldfast form eða annað ílát klætt smjörpappír og kælið.
Skerið í bita og njótið

 RICE KRISPIES — KONRÁÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum – Íslandsmeistarauppskrift

Hægeldað lambalæri fyllt með þurrkuðum ávöxtum. Það var notalegt í gamla daga að vakna á sunnudagsmorgnum og finna ilminn af lambasteikinni á meðan messan hljómaði í útvarpinu. Hægeldað lambalæri er alveg kjörið að hafa í matinn, silkimjúkt og bragðgott með góðri fyllingu. Helga systurdóttir mín er Íslandsmeistari kjötiðnaðarnema. þessi uppskrift er frá henni komin og vel má mæla með henni. Að vísu notaði ég koníak í staðinn fyrir viskíið en það breytir held ég ekki öllu.

Salat með andakjöti

Salat með andakjöti. Salat eins og þetta getur auðveldlega verið aðalréttur. Það er fleira matur en feitt kjöt. Æskilegt er að fólk borði meira grænmeti, það er því kjörið að bera fram grænt salat eins og þetta með ekki of miklu af kjöti

SaveSave