Auglýsing
Uppáhalds bláberjabakan bláber baka Erna Guðmundsdóttir seyðisfjörður góð einföld
Uppáhalds bláberjabaka Ernu Guðmundsdóttur

Uppáhalds bláberjabakan

Erna Guðmundsdóttir birti mynd og uppskrift af uppáhalds bláberjabökunni sinni á netinu. Uppskriftina fékk hún úr tæplega tveggja áratuga gömlum Gestgjafa og hefur oft notað síðan. Boðið var upp á bökuna góðu í matarboði sem Anna Kristín Jóhannesdóttir á Seyðisfirði hélt fyrir blaðið.

BLÁBERBÖKURGESTGJAFINNSEYÐISFJÖRÐUR

Auglýsing

.

Uppáhalds bláberjabakan

Uppáhalds bláberjabakan

Deig:
1 egg
1-2 msk sykur
300 gr hveiti
1 bréf þurrger
1 1/4 dl rjómi, ylvolgur
100 gr smjör, brætt

Þeytið saman egg og sykur.
Blandið öllu saman, hnoðið þar til deig er slétt og samfellt.
Látið lyftast í 30 mín.
Skiptið deiginu í tvo hluta. Fletjið annan hlutann út og klæðið form (23 cm í þvermál).

Fylling:

4 dl bláber
3 msk sykur
2 msk kartöflumjöl

Dreifið bláberjunum yfir deigið.
Blandið sykri og kartöflumjöli saman og stráið yfir berin.

Fletjið nú hinn hluta deigsins út og skerið í ræmur og leggið yfir berin.

Ofan á bökuna:

1 egg
Perlusykur
Möndluflögur eða saxaðar möndlur

Penslið yfir deigið með hrærðu eggi. Stráið perlusykri og möndlum yfir. Bakið í miðjum ofni við 200°C í 20 mín. eða þar til bakan hefur tekið fallegan lit.

Erna Guðmundsdóttir

.

BLÁBERBÖKURGESTGJAFINNSEYÐISFJÖRÐUR

.